2340 - Um verkföll og fl.

Ég spái því í einlægni að Píratar auki enn við fylgi sitt í næstu skoðanakönnun og fylgi ríkisstjórnarinnar muni minnka. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson þekkja greinilega ekki sinn vitjunartíma. Þeir hefðu getað snúið af rangri braut núna en gerðu það ekki. Valt er að treysta á gullfiskaminni kjósenda. Fyrirlitning þeirra á samtökum launafólks leynir sér ekki. Framsóknarflokkurinn mun eflaust reyna að spila út þjóðrembu- og innflytjendahræðslu spilunum í næstu kosningum en líklegast er að með því fæli þeir í burtu góða og gegna framsóknarmenn sem hingað til hafa kosið flokkinn af gömlum vana. Sjálfstæðismenn hafa bara aðra lífsskoðun en fjöldinn og eru að einangrast.

Þó margir hafi verið sammála ríkisstjórninni í því sem gert var í sambandi við gjaldeyrishöftin núllar það ekki út mistök hennar í verkfallsmálum. Þegar frá líður skipta einstök mál samt ekki mestu máli í pólitíkinni heldur hver aðalstefnan er. Mér finnst hún vera í átt að ameríska (eða réttara sagt bandaríska) módelinu. Sjálfum finnst mér nær að stefna í átt að því Skandinavíska. 

Ef ég væri sjö ára gutti núna og ætti að velja mér kennara þá mundi ég sennilega velja þau Hildi Lilliendahl (veit ekki til þess að hún sé kennari en sjálfsagt endar hún þar), Snorra í Betel og Pál Vilhjálmsson. Þau öfl í þjóðfélaginu sem öllu vilja ráða reyna eftir megni að fá þá kennara sem hugsa til að hætta. Kennsla ungu kynslóðarinnar í skólum landsins verður sífellt mikilvægari. Á eftir foreldrunum verða kennararnir börnunum minnisstæðastir. Kennarastarfið er mikilvægara en flest annað. Samt verða kennarar að fá að tjá sig opinberlega um stjórnmálaleg efni.

Vinstri stefna mín í stjórnmálum er alltaf að aukast. Þó er aðgreiningin í vinstri og hægri sífellt að verða óljósari. Umgengnin við náttúruna er kannski það mikilvægasta. Mörgum hættir samt til að álíta peninga það allra nauðsynlegasta. Auðvitað eru þeir afl þeirra hluta sem gera skal. Iðjuleysi er samt það sem mestu máli skiptir.  

Fésbókin, síminn og allt sem nútímatækni fylgir og fylgja ber, stjórnar flestu í nútímaþjóðfélagi. Hvernig forfeður okkar komust af án þess að geta haft samband svotil hindrunarlaust við hvern sem er, hvenær sem er, það er nánast óskiljanlegt. Bylting sú sem tölvuvæðingin og farsímarnir hafa valdið er næstum áþreifanleg. Samt eru margir einmana í þessu allsnægtaþjóðfélagi okkar. Skömm okkar er mikil þess vegna. Hvernig Íslendingar komust frá örbirgð til allsnægta er mikið ævintýri. Sú kynslóð sem nú er að hverfa átti mikinn þátt í því.

WP 20150605 14 48 32 ProFjallasýn á Akranesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn vilja fá launahækkun umfram það sem tíðkast á almenna markaðnum þá erum við komin með stétt sem lítur ansi stórt á sig.  Þetta fólk er úr tengslum við veruleikann.  Að kenna slíkt við vinstri mennsku er brandari.  

Elín Sigurðardóttir 15.6.2015 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband