25.5.2015 | 04:35
2335 - Þjóðarsátt um ekki neitt
Í mínum huga snerist þjóðarsáttin svonefnda um það að hætt var að vísitölubinda laun. Á þann hátt lenti allur kostnaður þessarar svokölluðu sáttar á launamönnum einum. Framanaf gekk þetta samt ágætlega. Atvinnurekendur og aðrir silfurskeiðungar skildu vel, að sá jöfnuður í lífskjörum sem ríkt hefur hér á Íslandi, sem og á öðrum Norðurlöndum, var öllum í hag. Svo er greinilega ekki lengur. Hugsanlegt er að vatnaskilin hafi verið við söluna á bönkunum til útvalinna ómenna. Hrunið og það sem á eftir hefur komið gerir það svo að verkum að sennilega er skást á vísitölubinda launin aftur. Eða gagna ESB á hönd. Við Íslendinar kunnum að komast að raun um það fljótlega að þar dugir ekki að vinna að hlutunum með hangandi hendi.
Er núverandi ríkisstjórn miklu verri en allar sem setið hafa hingað til? Það finnst mér ekki óyggjandi. Margt er það sem færst hefur til betri vegar (fyrir atvinnulífið) þau tvö ár sem hún hefur starfað. Ekkert af því hefur þó komið þeim að séstöku gagni sem minnst bera úr býtum. Að halda því fram að engir skattar séu lagðir á þá sem minnstar hafa tekjurnar er í besta falli argasta lygi og í því versta fyrirlitleg blekkingartilraun. Lægstu laun eru skammarlega lág ef litið er til nágrannalandanna. Og þær kröfur sem settar eru fram í þeim vinnudeilum sem hafnar eru og boðaðar hafa verið eru alls ekki háar. Kannski er það umhverfið sem mest hefur breyst. Fólk sættir sig einfaldlega ekki við það ofbeldi sem stjórnvöld sannarlega beita.
Bjarni Benediktsson reynir að leyna því sem mest hann má að hann gengur greinilega erinda hinna íslensku auðmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði vit á að krefjast forsætisráðherrastólsins, (hefur þó hugsanlega ekki þingrofsréttinn), en fiskar samt sem áður eftir atkvæðum í býsna gruggugu vatni. Framsóknarflokkurinn (sem er u.þ.b. hundrað ára gamall) var alls ekki svona í gamla daga. Vitaskuld eru tímarnir breyttir og framsóknarflokkurinn er jafnóþarfur í stjórnmálum dagsins og hans fyrrverandi aðalfjandi, sjálfstæðisflokkurinn. Læt ég svo lokið þessum stjórnmálalegu pælingum mínum, enda er flest annað í lífinu skemmtilegra en þau.
Njótum þeirrar hátíðar sem í hönd fer og njótum veðursins (a.m.k. sólskinsins hér á Suðvesturlandinu) á þessari fyrstu ferðahelgi árisins. Jákvæðninnar hefur oft verið þörf en aldrei eins og núna.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gleðilega hátíð, skólabróðir.
Það var tvennt, sem Ólafslögin innibáru, sem þurfti að fara saman ef verðtryggja ætti einhverja þætti efnahagslífsins. Það var í fyrsta lagi að verðtrygging lána fólst í sérstakri lánskjaravísitölu, sem hafði annan grunn en almenn neysluvöruvísitala. Tóbak og brennivín hafði t.d. ekki áhrif á hana. Í öðru lagi var það vísitölutenging launa. Eins og þú getur réttilega um fólst "þjóðarsáttin" svonefnda ekki síst í því að afnema vísitölutengingu launa, en líka fengu bankar því framgengt, að vísitölutenging fjárskuldbindinga yrði miðuð við neysluvöruvísitölu. Held að hvorki pólitíkusar né verkalýðsforkólfar hafi áttað sig á gildrunni og gengu í hana opnum augum.
Eins og þú getur um líka, var silfurskeiðungurinn af Engeyjarættinni að halda því fram á laugardag að láglaunafólk greiddi enga skatta. Það er náttúrulega argasta lygi, því í fyrsta lagi skiptir það fólk ekki máli hvort skattar eru beinir eða óbeinir, eða hvort greiddur er tekjuskattur til ríkis eða útsvar til sveitarfélaga. Í öðru lagi ber að nefna, að skattleysismörkin eru það lág, að jafnvel af örorkubótum þarf fólk að greiða skatta. Eru þær þó neðan við allt velsæmi. Allir eru að greiða skatta, hvert sem fólk snýr sér. Þess utan er það svo að með sífellt aukinni greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og vaxandi einkavæðingu hennar og öldrunarþjónustu á la Guðlaugur Þór og Ásdís Halla/Sinnum ehf., er sér í lagi verið að gera veikindi og öldrun skattskylda.
Ellismellur 25.5.2015 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.