2318 - Vorkoman

Ótvíræð merki vorkomunar er víða að finna. Fyrst og fremst eru það náttúrulega veðurspáin og hitatölurnar. Einnig fuglarnir. Þar fyrir utan er t.d. farið að sópa gangstígana. Enda ekki vanþörf á eftir sandausturinn í vetur. Gladdist í gærmorgun (fimmtudag) þegar kvenmaðuinn í appinu mínu tilkynnti eftir klukktíma göngu að veglengdin væri orðin 5,04 kílómetrar. Í morgun gekk mér svo enn betur, enda er vorið áreiðanlega komið í alvöru hér í Kópavoginum og ís og snjór með öllu horfinn af gangstígunum hér í kring. 

Gengisfelling orða er mikil, en kannski ekkert meiri en vant er. T.d. virðast menn varla gera mistök núorðið. Nei, þeir skíta uppá bak. Mönnum er ekki mótmælt heldur er hraunað yfir þá o.s.frv. Orðvarir menn, eins og ég ímynda mér að ég sé, mega vara sig. Stóryrðin blíva. Ekki er fínt lengur að sletta dönsku. Bara úrelt. Enskan er yfirgnæfandi.

Hver er munurinn á vinnuhóp og nefnd? Sennilega enginn. Hvort tveggja er mikið notað af pólitíkusum til að komast hjá því að svara óþægilegum spurningum. Málskrúðið í kringum þessar nefndir er oft ævintýralegt. Ég nefni engin dæmi. Allir hljóta að kannast við þetta. Kveikjan að þessum hugleiðingum mínum var nefndin sem forseti alþingis skipaði (eða ætlar að skipa) til að komast hjá því að leiðrétta atkvæðamisvægið. Það var eiginlega ekki fyrr en þá sem ég gerði mér grein fyrir því að með því að flytja uppá Akranes (eins og við ætlum að gera) erum við að tvöfalda pólitíska vigt okkar. Hmm, eru þá allir sem flytja á Reykjavíkursvæðið að afsala sér einhverju?

Vaknaði ekki fyrr en um sjöleytið í morgun. Þessvegna fór ég í morgungöngu áður en ég fór að sinna blggskrifum og þessháttar. Förum sennilega á Akranes á morgun eða á sunndaginn að skoða betur íbúðina sem við keyptum þar. Annars gengur okkur sæmilega að pakka niður þó það sé heilmikið verk. Föstudagar eru ryksugudagar og þar að auki þarf ég að fara í Bónus einhverntíma um hádegið svo þetta blogg verður í styttra lagi.

WP 20150410 08 00 23 ProSólin reynir eins og hún getur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband