2314 - ÓRG og SDG

Krafa dagsins er aukinn jöfnuður, aukin samskipti gegnum netið, aukið persónufrelsi og aukið gegnsæi á öllum sviðum. Vitanlega geta hagsmunir rekist á. Svo hefur ætíð verið og mörg stríð hafa verið háð vegna slíkra hagsmunaárekstra. Áður fyrr börðust einstaklingar og fjölskyldur, seinna alls kyns hópar, ættbálkar og þjóðir. Vonandi kemur sú tíð að slíkt heyrir sögunni til.

Nefndir hafa verið margir sem hugsanlegir arftakar ÓRG á Bessastöðum. Auðvitað er ekkert víst að hann hætti. Þessvegna er einum of fljótt að vera að velta þessu fyrir sér. Endanlega ákvörðun held ég að hann taki ekki fyrr en um næstu áramót. Gnarrinn virðist vera hættur við í alvöru. Margir eru tilnefndir til starfsins og í rauninni er til lítils að telja þá upp sem til greina koma og hugsanlegt er að máti sig við djobbið.

Sigmundur Davíð er svo langt kominn að núna hótar hann lánardrottnum Íslands öllu illu. Ekki er líklegt að meiri tíðindi verði á flokksþingi framsóknar, en hótunin um að eitthvað alvarlegt gerist í hrunmálum áður en alþingi fer í sumarfrí. Kannski fer það bara ekkert í sumarfrí.

Skilst að Bubbi Morthens hafi einhverntíma í bloggi sínu skrifað á þessa leið:

Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana.”

Þessi misskilningur ríður húsum. Þessvegna kom það mér svolítið á óvart að Bubbi Morthens skuli vera orðinn Pírati og kannski verður Villi fjárfestir það bráðum!! Af mörgum ástæðum er greinilegt að endurskilgreina þarf höfundarréttarhugtakið. Alþjóðleg stórfyrirtæki stjórna þessum málum eins og nú er háttað. Ríkisstjórnir mega sín lítils. Á margan hátt eru mál þessi erfiðari og flóknari í litlum samfélögum en stórum. Þar kemur einfaldlega til sögunnar hagkvæmni stærðarinnar.

Algengt er að tæknin útrými heilum atvinnugreinum. Starfsfólk þar þarf einfaldlega að aðlaga sig tækninni.Tölvutæknin er á margan hátt óvinur þess kerfis sem búið er að byggja upp með lagasetningu í kringum hvers kyns höfundarrétt, a.m.k hér á vesturlöndum. Höfundar og dreifendur efnis þurfa að aðlaga sig breyttri tækni. Fólk skilur mæta vel að þeir aðilar þurfa að sjálfsögðu laun fyrir sína vinnu. Verði ekkert gert í þessum málum mun þetta sem Bubbi kallaði þjófnað aðeins aukast og margfaldast.

WP 20150327 08 43 20 ProTrjágarður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband