2308 - Aprilgöbb o.fl.

Þó ég sé svo tortrygginn að eðlisfari að ég verði sjaldan fyrir barðinu á aprílgöbbum, finnst mér eiginlega að banna ætti allt slíkt. Þau eru nefnilega að verða svo mörg og margvísleg og þar að auki er það sem ótrúlegt var í gær orðið mun trúlegra í dag. Það er næstum  því hægt að trúa hverju sem er. Bráðum verða allar ótrúlegar fréttir sagðar vera gömul eða afturgengin aprílgöbb.

Hagfræðin segir að stjórnmálin séu barátta um að láta markaðinn ráða ferðinni eða stunda ríkisafskipti. Þannig er það bara alls ekki. Kannski var það nokkurn vegin á þann veg einhverntíma en sú er ekki raunin nú um stundir. Víðast á Vesturlöndum er óhætt að segja að áhrif markaðarins séu of mikil. Þeir sem einu sinni voru kallaðir vinstri sinnaðir eru a.m.k. flestir þeirrar skoðunar. Fólki finnst stjórnmálamenn og flokkar hafa sogað of mikil áhrif til sín. Afleiðingin er sú að fólki finnst það alls ekki ráða örlögum sínum eða lífi. Auðvitað má að mestu kenna sofandahætti um það. Vesturlönd eru í þann veginn að missa forystuhlutverk sitt  í heiminum, enda gera þau lítið í því að tryggja réttlæti og sanngirni gagnvart fátækari hluta mannkyns. Hvort forystuhlutverkið glatast með friðsamlegum hætti eða ekki er ekki hægt að sjá fyrir. Áreiðanlega mun það samt gerast á þessari öld eða þeirri næstu. Nú er ég semsagt búinn að gleyma því sem ég ætlaði að segja, svo best er að hætta.

Blandað hagkerfi er næstum örugglega það besta. Ég hef tröllatrú á Skandinavíska módelinu að því leyti. Sem jafnaðarmaður eða krati í grunninn er það kannski engin furða. Íslensk stjórnmál finnst mér þó að hafi þróast á undanförnum árum í átt að því ameríska, einkum því bandaríska. Það virðist alls ekki henta okkur eins vel og það Skandinavíska. Fólksflutningarnir til Noregs sanna það.

Búið boða til blaðamannafundar vegna kjarnorkuviðræðnanna

Þegar ég var í skóla (Já, það er langt síðan) var sá orðflokkur sem ég átti auðveldast með að greina svokallað „nafnháttarmerki“. Það var haft á undan sögnum í nafnhætti. Klausan hér á undan er fyrirsögn úr Vísi. Nú sýnist mér semsagt að búið sé að segja nafnháttarmerkinu stríð á hendur og jafnvel að útrýma því. Þetta er alls ekki eina dæmið sem ég hef rekist á af þessu tagi. Hingað til hef ég þó álitið að ég væri bara svona vitlaus. Nú er ég semsagt kominn á aðra skoðun og lesendur mínir munu eflaust gjalda þess. Með öðrum orðum: Ég er kominn í stríð gegn niðurfellingu að-sins í setningum að þessu tagi.

WP 20150310 08 34 49 ProOg bílafljótið rennur óstöðvandi áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvedja frá Bohemia! Mjög mikilvaegar upplýsingar - http://en-albafos.blog.cz 

albafos 3.4.2015 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband