2.2.2015 | 20:31
2282 - Ásdís Halla
Mikið er fjargviðrast útaf náttúrupassanum svonefnda. Ég get vel fallist á að hugmyndin sé slæm. Mest er ég þó hræddur um að framkvæmdin verði dýr og ómarkviss. Ekki held ég að þessi aðferð gagnist hugsjóninni um einka-eignarréttinn að nokkru marki. Með tímanum er hætt við að þetta ásamt mörgu öðru verði til þess að gera ferðamenn afhuga Íslandi. Hótelbyggingar yrðu þá eins og hver önnur refabú eða laxakvíar um allar sveitir. Snjór og ís eru víðar en hér á landi. Jafnvel norðurljós og eldfjöll líka.
Ásdís Halla Bragadóttir var um skeið bæjarstjóri í Garðabæ og auk þess framkvæmdastjóri Byko eitt sinn, ef ég man rétt. Sennilega er hún últra-öfga-íhaldsmaður og viðskiptablaðið hugsanlega líka. A.m.k. sá það blað fyrir nokkru ástæðu til að hampa eftirfarandi ummælum hennar: Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri.
Trúi þessu einfaldlega ekki. Hugsjón Ásdísar held ég að sé sú að heilbrigðiskerfið hér á Íslandi verði sem líkast því sem er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar á hún e.t.v. samleið með mörgum sjálfstæðismanninum. Ég er hinsvegar sammála Jóni Baldvini um að norræna módelið í þessu efni, eins og mörgum öðrum, henti okkur Íslendingum betur.
Þó talsvert margir lesi bloggið mitt eru athugasemdir við það í lágmarki. Kannski er það vegna þess að flestir sem lesa það eru mér að mestu sammála. A.m.k. vona ég það. Líka er hugsanlegt að það sé vegna þess að þeim finnist ekki taka því að kommenta á rausið í mér. Það vil ég helst ekki álíta svo ég held mig fremur við fyrri skýringuna. Sjálfur les ég frekar það sem ég er nokkurn veginn sammála þó auðvitað megi finna dæmi um hið gangstæða. Ekki kommenta ég samt að neinu ráði. Eða það finnst mér ekki.
Að mörgu leyti eru það alþjóðleg stórfyrirtæki sem stjórna heiminum. Við Íslendingar (í krafti núverandi ríkisstjórnar) viljum þó gjarnan að USA geri það. Alls ekki Evrópusambandið. Gallinn er bara sá að fyrirtækin stjórna báðum þessum landfræðilegu fyrirbærum ásamt fjölmörgum öðrum. Heimurinn kippir sér lítið upp við það þó stigið sé ofan á stórt og fjölmennt ríki eins og Ukrainu. Hversvegna ætti hann þá að gera það vegna okkar Íslendinga? Bandríkjamenn nenna ekki lengur að vernda okkur og hver gerir það þá?
Flesta morgna fer ég í gönguferð. Markmiðið er að annað hvort verði um að ræða klukkutíma eða 5 kílómetra. Caledosinn fylgist með því. Oft gerist ýmislegt á þessum ferðum. Gerði t.d. vísu í morgun. Hún er svona:
Krummarnir krunkast á
kannski þeim líki það.
En gæsirnar gargandi þá
geysast á nýjan stað.
Nú er ég búinn að finna uppá nýju prójekti. Er að hugsa um að hefja lestur á mínum eigin gömlu bloggum. Allavega eru þau nógu mörg. Ætli ég reyni ekki að byrja á byrjuninni. Ég var áðan að lesa gömul blogg eftir sjálfan mig og alveg er ég hissa á því hve vel þau eru skrifuð. Gott ef það er bara ekki einhvern frægur og löngu dauður rithöfundur að skrifa i gegnum mig. Annars ætti ég ekki að vera að þessu endalausa sjálfshóli. Á margan hátt lýtir það annars sæmilegt blogg. Besservisseraháttinn get ég þó ekki alveg losnað við.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.