12.1.2015 | 05:48
2271 - Víst er kú í Keflavík
Einu sinni þótti okkur í skólanum þetta óstjórnlega fyndið: Auðvitað vorum við ekki með beygingarfræðina á hreinu. Rætt var um einkennisstafi bifreiða eins og þeir voru einu sinni.
Rödd 1: Hver er einkennisstafur bifreiða í Árnessýslu?
Rödd 2: X
Rödd 1: Alveg rétt. En á Akranesi?
Rödd 2: E
Rödd 1: Alveg rétt. En í Keflavík?
Rödd 2: Q
Rödd 1: Nei, það er ekki rétt.
Rödd 2 Víst er kú í Keflavík.
Þetta er um AI-box tilraunina. Nánari útskýringu á henni má finna á http://www.yudkowsky.net/singularity/aibox Þarna er rætt um væntanlega yfirtöku tölva á veröldinni. Sú þróun er óhjákvæmileg, eða það er mín skoðun. Allsekki er víst að allir séu sömu skoðunar og það sakar áreiðanlega engan að kynna sér málið á þessum stað. Þetta er sú skoðun sem mest verður deilt um á komandi tímum. Flestir eru að verða hundleiðir á trúmálavafstrinu og xenófóbíunni hjá nútíma fjölmiðlum. Þeir virðast halda að það skipti mestu máli.
Nú er 2015 byrjað og það er ekkert víst að ég verði duglegri við að blogga en undanfarið. Mitt áramótaheit er á þá leið að ég ætla að vona að árið verði sem líkast því sem nýliðið er. Lélegt áramótaheit atarna kynni einhver að segja, en verði um einhverjar framfarir á einhverju sviði að ræða ætla ég að vona að það verði af einhverri betri ástæðu en þeirri að standa við hálfvitalegt áramótaheit. Annars eru þau hjá flestum til þess gerð að brjóta þau.
Þegar ég var næturvörður hjá Mjólkursamsölunni var það öruggasti vorboðinn þegar tjaldaparið mætti á svæðið. Ég ímynda mér kannski bara að það hafi alltaf verið það sama. Ekki þekkti ég þau frá öðrum tjöldum. Að lokum kom bara einn tjaldur og svo enginn. Kannski eru skilnaðir óþekktir meðal fugla. Þau áttu sér hreiður uppá þaki mjólkursamlagsins og einu sinni ætlaði ég að gá að hreiðrinu en þá kom annað þeirra öskureitt á móti mér svo ég hrökklaðist í burtu. Frímann Vilhjálmsson sagði mér að einu sinni hefðu þeir horft uppá það að mávur kom í heimsókn og át alla ungana úr hreiðrinu. Tjaldarnir þorðu ekki að ráðast á hann, en horfðu bara á ósköpin.
Einu sinni leyfði ég Díönu Kristjánsdóttur og Friðbjörgu vinkonu hennar (ætli þær hafi ekki verið svona 8 til 10 ára þá) að króa af andarunga og taka hann upp. Móðirin var að sjálfsögðu í öngum sínum og unginn dauðhræddur, því bara voru tveir slíkir í fylgd með andamömmu og stelpurnar vildu auðvitað fá að fara með hann heim með sér, en ég leyfði þeim það ekki. Að taka barn (unga) frá móður sinni er að mínum dómi næsta stig við morð. A.m.k. ígildi nauðgunar.
Verð að segja að mér finnst gagnrýnin á SDG vera komin út í dálitlar öfgar, þó ég kalli þær ekki beinlínis loftárásir. Hann má varla gera eða segja nokkurn hlut og heldur ekki gera ekki neitt, þá er hann gagnrýndur. Af hverju þarf hann endilega að vera eins og allir aðrir? Vissulega er margt af því sem hann gerir gagnrýnisvert, en það verður enginn stærri af því að velja honum nógu ljót orð í gagnrýninni. Margt af því sem um hann er sagt, má reyndar alveg eins flokka sem grín eins og gagnrýni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Víst hafa þeir q í Keflavík!" eða "víst eru þeir með q í Keflavík" Þá er beygingin rétt!
Bjarni Gunnlaugur 12.1.2015 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.