26.12.2014 | 07:36
2265 - Jólin 2014
Þingmannsvæflurnar eru bara 63. Hinsvegar er her manna sem telur a.m.k. mörg hundruð manns önnum kafinn við það alla daga að finna glufur á löggjöf þessa fámenna hóps. (Er hann samt ekki óþarflega fjölmennur?) Ef glufurnar eru ekki nógu stórar til að koma öllu sem þarf þar í gegn, má alltaf reyna að nota þær sem skattaskjól. Auðvitað eru embættismenn sem ættu að aðstoða þingmennina en vegna fámennis þjóðarinnar eru þeir ekki nærri eins fjölmennir og hinn herinn.
En lögfræðingaherinn og embættismannaherinn hafa gengið í vanheilagt bandalag. Þess geldur almenningur grimmilega. Alþingismanna-aumingjarnir eru eins og milli steins og sleggju. Ástæðulaust er að efast um að margir þeirra vilja vel, en mega sín lítils. Þetta er auðvelt að heyra í hinum svokallaða hálftíma hálfvitanna. Þá mega þingmennirnir tala án þess að vera tjóðraðir á málefnabás sem þingforseti hefur sjálfdæmi um að setja. Langflestir þingmannanna eru þó annað hvort tjóðraðir á áðurnefndan bás eða þann flokkslega.
Ef þeir hlaupa útundan sér og ganga í berhögg við flokksagann geta þeir búist við hverju sem er. T.d. þeirri steinaldarlegu refsingu að félagar þeirra hætti að tala við þá og horfi bara í gegnum þá. Bitlingarnir fjarlægast líka verulega.
Sú íþrótt sem ég stunda aðallega er að hafa allt á hornum mér. Verst hvað hornin eru orðin slitin. Alltaf er þó hægt að finna eitthvað nýtt til að agnúast útí. Ef maður er alltaf að fjargviðrast útaf því sama verða allir hundleiðir á því. Hér er hinn gullni meðalvegur vandrataður. Pólitík dagsins er yfirleitt hundleiðinleg. Skiptir samt um andlit reglulega.
Fésbókin fjallar aðallega um krúttlega kettlinga, fjölnota brandara og allskyns hrekki. Auðvitað slæðist samt almennilegt efni með og einkum eru það ábendingar um athyglisverða hlekki. Skyldulesningu sinni ég samt aldrei. Í heild sinni er vel hægt að láta netið koma í stað allrar annarrar fjölmiðlunar. Nauðsynlegt er samt að kunna að gúgla.
Bloggið mitt er meira og minna útúr kú, en það gerir ekkert til því athugsemdirnar eru það líka. Satt að segja er ekki við því að búast að nokkur skilji þessar kryptísku pillur sem við hjónakornin sendum hvort öðru. Samt er ég á því að bloggið sé á margan hátt betra en fésbókin. Ég fer ekki ofan af því.
Aðfangadagskvöldinu eyddum við í Hafnarfirði að þessu sinni og Helena var eins og herforingi á bak við vaskinn og eldavélina og heyrði ekkert nema pantanir á matvælum. Afgreiddi hamborgara með hægelduðum ís eins og ekkert væri. Við jólaborðið var aðallega töluð rússneska og íslenska.
Hér sit ég, klukkarn rúmlega sjö að morgni annars jóladags með kaffibolla og hálft laufabrauð og hamast við að blogga. Nú ætti jólaátinu að mestu að vera lokið og þá taka sprengingarnar og gauragangurinn við ef að líkum lætur. Svo kemur enn ein veislan og svo er hægt að taka til við megrunaraðgerðirnar aftur. Þær hafa að sjálfsögðu fokið útí veður og vind í jólatilstandinu öllu.
Skyldi þessi ófreskja vera að kvelja einhvern?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur!
Einar Gíslason, oftast kenndur við Betel, vildi
fækka þingmönnum um helming og að laun lækkuðu einnig um helming til þess að tryggja
að ekki sætu þar aðrir en af hugsjón þeirri
einni sem til farsældar gæti orðið
öllum landslýð.
Húsari. 26.12.2014 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.