17.12.2014 | 10:18
2261 - Kilimanjaro
Las nokkrar mjög athyglisverđar greinar í morgun. Ţađ var Hans Kristján Árnason sem benti mér á ţćr á fésbókinni. Allar fjölluđu ţćr um mannfjölda á Íslandi. Tvćr ţeirra voru eftir Ţorvald Gylfason, en ein eftir Egil Helgason. Ţví fer fjarri ađ ţeir Ţorvaldur og Egill séu sammála ađ ţessu leyti. Ţorvaldur telur Ísland vel geta spjarađ sig ţrátt fyrir fámenniđ, en Egill finnur fámenninu satt ađ segja flest til foráttu. Líklega er sannleikurinn einhversstađar mitt á milli. Fámenniđ á Íslandi ţarf allsekki ađ vera okkur neinn fjötur um fót. Stađa tungumálsins í ţeim fjölbreytta tölvuheimi sem tuttugustu og fyrstu öldinni fylgir er ţó verulegt áhyggjuefni ađ mínu mati. Hćtt er viđ ţví ađ viđ ţurfum í framtíđinni ađ sjá á eftir öđru hvoru; sjálfstćđinu eđa tungunni.
Stjórnarfariđ á Íslandi er alls ekki eins arfaslakt og sumir vilja vera láta. Ađ mörgu má samt finna. Fámenniđ og stređ okkar viđ ađ halda öllu landinu í byggđ ásamt lélegri hagstjórn ađ mörgu leyti gerir okkur erfitt fyrir. Ţó hiđ dýrmćta tungumál okkar sé mikill kostnađarauki er ţađ líka mikilvćgt uppá samheldni ţjóđarinnar til ađ gera. Ţónokkrar krónur gćtu hćglega sparast međ ţví ađ hćtta ađ rembast viđ ađ halda öllu landinu í byggđ og tungumáli okkar til streitu í hörđum tölvuheimi. Veđurfariđ er líka ađ sumu leyti okkur til trafala en vel vćri samt hćgt ađ nota ţađ okkur til framdráttar í ferđaţjónustu allskonar. Efast má einnig um ađ krónan okkar geti spjarađ sig til langrar framtíđar og satt ađ segja er líklegt ađ hún hverfi von bráđar.
Mestallt mitt fréttavit (sem ekki er mikiđ) fć ég úr Kjarnanum og Eyjunni. Stundum lít ég líka í mbl.is og sömuleiđis fá dv, visir og jonas líka oft ađ fljóta međ og einstaka úrvalsbloggarar einnig. Margt er ţađ líka fréttatengt sem ég fć fyrst veđur af í gegnum fésbókina. Hún er samt međ ţeim ósköpum gerđ ađ oft er lítiđ ađ marka fésbćklingana sjálfa, en linkarnir eru stundum ţeim mun meira virđi. Já, ţađ má segja ađ ég hafi eins og fjöldamargir ađrir alveg yfirgefiđ hiđ prentađa mál. Netiđ og sjónvarpiđ eru nćstum ţví mín eina tenging viđ raunveruleikann, fyrir utan mína persónulegu reynslu auđvitađ.
Eitt af ţví sem fésbókarfólkiđ gerir ákaflega vel er ađ eyđa öllum vírusum og ummerkjum um ţá. Ţetta er alls ekki auđleyst eđa einfalt verkefni, heldur er ţetta sífelld barátta milli vírushöfunda og ţeirra sem ekki vilja hafa ţá. Annađ sem fésbókarfókiđ gerir mikiđ af er ađ breyta til. Ég er nú svo gamall ađ ég vil helst hafa allt óbreytt og finnst flestar breytingar gerđar breytinganna vegna. Auđvitađ er samt ekki svo. Ţađ verđur ađ taka tillit til margra kynslóđa, ţví ţađ eru ótrúlega margir sem notfćra sér fésbókina. Ekki er ég samt ennţá kominn uppá lag međ ađ nýta mér ađra samfélagsmiđla svosem twitter, instagram, snapchat eđa annađ.
Bókin um Gunnar á Hjarđarfelli er um margt athyglisverđ. Fékk hana á bókasafninu um daginn og er byrjađur ađ glugga í henni. Man vel eftir Gunnari frá árum mínum á Vegamótum. Skrifa kannski seinna um ţessa merku bók. Bókin sem ég er ađ lesa núna í Kyndlinum mínum fjallar um gönguferđ á Kilimanjaro og kostađi ekki neitt á Amazon en ţar fékk ég hana fyrir skemmstu. Ţessi bók heitir Kilimanjaro Diaries or, How I Spent a Week Dreaming of Toilets, Drinking Crappy Water, and Making Bad Jokes While Having the Time of My Life. og er eftir Evu Melusine Tieme. Ágćtis bók og skemmtilega skrifuđ. Ferđabćkur allskonar og ćvisögur ţykja mér yfirleitt skemmtilegri en skáldsögur svo ég tali nú ekki um krimma eins og virđast vera mest í tísku núna.
Blokkarbygging undirbúin (sennilega).
Athugasemdir
Nú ég sem hélt ađ ţađ vćri ég sem er ađ lesa ţessa merkilegu bók Gunnars á Hjarđarfelli sem ţú fékkst lánađa á bókasafninu. :)
Og satt er ţađ hún er merkileg og mjög fróđleg. Ţetta held ég ađ ég geti sagt ţó ađ ég sé rétt ađeins byrjuđ ađ lesa hana.
En ég verđ ađ viđurkenna ađ mér sjálfri hefđi sennilega ekki dottiđ í hug ađ fá hana ađ láni á bókasafninu!
Áslaug Benediktsdóttir 17.12.2014 kl. 10:47
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.