10.12.2014 | 09:31
2257 - ISIS
Á fésbókinni er nú mikið talað um hvað RUV-ið sé frábært. Hlusta bara afar sjaldan á það. Útvarpið altsvo, sem virðist einkum álíta að eina listgreinin í heiminum sé rokktónlist. Horfi heldur ekki á sjónvarp (nema þá helst fréttir). Þar virðist álitið að ekkert sé merkilegt nema amerískar gauragangs-seríur og gamlar kvikmyndir. Les aðallega bækur þó slíkt sé að mestu komið úr móð, nema þá einhver krimmavitleysa. Enskan er orðin mitt lestrarmál aðallega vegna þess að verðlag á íslenskum rafbókum er svo fáránlegt. Bókasöfnin blíva, en ég nenni ekki að fara þangað daglega eins og þyrfti ef maður ætlaði sér að fá annað en hundgamlar bækur.
Hlustaði og horfði þrátt fyrir allt á nýja umræðuþáttinn og finnst hann misheppnaður að flestu leyti. Þröstur í fýlu, Styrmir reyndi að stjórna og konurnar töluðu og möluðu. Afleitur þáttur.
Kannski ég láti neikvæðninni lokið hér. Langskemmtlegast er samt að hafa allt á hornum sér og það er ekki erfitt. Samt er fólk ekki fífl. Bara fræga fólkið. Verst í heimi er að vera bara frægur fyrir það að vera frægur. Næstverst er að vera frægur fyrir að vera í einhverri hljómsveit. Aldrei gæti ég það. Enda laglaus með öllu.
Tuttugasta og fyrsta öldin verður áreiðanlega öld internetsins. Sú breyting sem það veldur og hefur valdið er gríðarleg. Tuttugasta öldin verður sennilega talin þegar frá líður öld heimsstyrjaldanna. Fyrir ungt fólk í dag er sennilega erfitt að setja sig inn í hugsunarhátt fólks á fyrri tíð. Þó er það reynt. Sagnfræðingar ná engum árangri ef þeir geta ekki gert sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið áður fyrr.
Með internetinu og allri þeirri tæknibyltingu sem orðið hefur og breytingarnar á samskiptum fólks eru svo miklar að undrum sætir. Þó er fólk einmana innan um öll raftækin. Að vera einn með sjálfum sér er ekki síður mikilvægt. Og að þola sjálfan sig er ef til vill mikilvægast af öllu.
Og svo er víst ekki nóg með að ISIS hafi viljað nota sér .is endinguna á internetinu heldur er því haldið fram samkvæmt nýjustu fréttum að íslenskur kvikmyndatökumaður starfi hjá samtökunum. Þetta verður kannski heitasta fréttin í dag, ásamt óveðursfréttum úr Reykjavík.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ef íslenskur kvikmyndatökugerðarmaður starfar hjá IS þá verður að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna. Annað telst lögbrot. Vitir þú eitthvað nánar um þetta mál, eða getir bent á einhvern sem gerir það (og þar með forðað þeim aðila frá fangelsisvist fyrir að leyna upplýsingunum), þá hvet ég þig eindregið til að hafa samband við rannsóknarlögregluna strax.
https://www.youtube.com/watch?v=HdIEm1s6yhY
https://www.youtube.com/watch?v=vJI5bqkVirI
Jóhannes 10.12.2014 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.