2254 - Biggi lögga, náttúrupassinn og ýmislegt fleira

Ţeir sem láta ljós sitt skína á öldum ljósvakans (ţó ljósvakinn sé nú víst ekki til) virđast margir hverjir ţurfa lítiđ ađ hafa áhyggjur af sjálfstćđri hugsun. Starf ţeirra felst oft einkum í ţví ađ lesa á plötuumslög og tala viđ einhverja sem vilja auglýsa bćkur eđa atburđi. Vissulega hentar ţađ ekki öllum ađ mala viđstöđulaust fyrir framan hljóđnema en stundum finnst manni ţáttastjórnendur sleppa ansi billega frá hlutverki sínu. Ţarna á ég auđvitađ einkum viđ útvarp, en sjónvarp er í vaxandi mćli ađ verđa svipuđum örlögum ađ bráđ. Vitanlega reyna ýmsir ađrir líka ađ fimbulfamba sem mest um einskisverđ mál, einkum bloggarar. Fésbókin er svo sér kapítuli, sem ég ćtla ekki ađ fjölyrđa um ađ sinni.

„Mikill munur var samkvćmt könnuninni á menntun fólks á höfuđborgarsvćđinu og landsbyggđinni.“ Ţannig var niđurlag fréttar einnar sem lesin var á RUV áđan. Ţessi frétt er ekki nema hálfunnin ef ţess er ekki getiđ í hvora áttina munurinn var. Sá sem fréttina semur gerir ráđ fyrir ađ hlustendur séu allir haldnir sömu fordómum og hann. Auđvitađ geta fordómar veriđ réttir. Samt vćri í ţessu tilfelli rétt ađ vinna fréttina örlítiđ betur. - Seinna var svo sama frétt lesin og ţá kom fram ađ hún hafđi upphaflega veriđ lengri og ítarlegri og ţá voru tölur nefndar sem skýrđu betur ţennan mun. Ţví niđurlagi var sleppt í ţví sem ég heyrđi fyrst og sá sem ákvörđun tók um ţá sleppingu hefđi átt ađ gera sér grein fyrir ţessu.

Ekki stóđ til ađ hafa ţessar klausur hvora á eftir annarri. Ţađ ćxlađist bara ţannig og sýnir vel hve nauđsynleg er ađ fagmennska og málskilningur sé í lagi hjá starfsmönnum ríkisútvarpsins. Ekki er víst ađ ţeir sem mest ţurfa á ţví ađ halda lesi ađ stađaldri ađfinnslur Eiđs Guđnasonar og heldur ekki ţetta blogg. En samt er ţađ oft gott sem gamlir kveđa.

Ţađ er ţetta međ náttúrupassann. Á sama hátt og ţađ var (og er kannski enn) ţjóđaríţrótt okkar Íslendinga ađ svíkja undan skatti er ég hrćddur um ađ ţađ verđi ţjóđaríţrótt okkar ađ svíkjast um ađ fá okkur náttúrupassa, til ađ geta fariđ á ýmsa stađi á Íslandi. Náttúrupassinn er kannski ekki svo vitlaus hugmynd í sjálfu sér, en til ţess ađ hann skili ţví sem ćtlast er til held ég ađ eftirlitiđ verđi ađ vera ansi mikiđ og dýrt. Kannski veitir ekkert af ţví ađ veita nógu mörgum (illa launađa) vinnu viđ eftirlitsiđnađinn sem verđur trúlega eini iđnađurinn á vegum ríkisins. Svo verđur ţađ bara bókhaldsatriđi hjá ríkinu ađ ákveđa hvort ţessi iđnađur borgar sig eđa ekki.

Mikil umrćđa hefur spunnist um Bigga löggu. Hann viđrađi ansi hćgri sinnađar skođanir um daginn og vinstri menn svöruđu af bragđi. Ritskođun má aldrei í lög leiđa stendur í stjórnarskránni núverandi og ég held ekki ađ sú nýja sem sumir vilja fá (ţar á međal ég) dragi ekkert úr ţví. Sjálfsritskođun er verst og ţöggun hverskonar sömuleiđis. Íslenskt ţjóđfélag er ekki og hefur aldrei veriđ til fyrirmyndar ađ ţessu leyti og embćttismenn allskonar (jafnvel löggur) finnst mér ađ eigi ekki ađ viđra flokkspólitískar  skođanir sínar opinberlega. Ef allir líta á sig sem opinbera starfsmenn, hvađ ţetta snertir, er hćtta á ferđum og ţjóđfélagiđ fariđ ađ líkjast Bandaríkjunum (eđa Rússlandi og jafnvel Norđur Kóreu).

Sé ađ ţađ er svosem komiđ nóg til ađ setja ţetta upp. Ţar ađ auki er föstudagur sem hentar ágćtlega fyrir blogg. Ýmislegt hefur reyndar gengiđ á í einkalífinu undanfariđ, en ég er ekkert ađ tíunda ţađ. Ţá vćri ţetta orđin leiđindadagbók.

WP 20141001 09 21 12 ProBílastćđin viđ Borgarspítalann.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband