2252 - Já, það er þetta með Sígaunana

Satt að segja er dómurinn yfir Gilzenegger mjög athyglisverður. Að það sem viðkomandi skrifaði á myndina af Agli sé ekki frekleg móðgun, get ég alls ekki samþykkt og finnst hæstiréttur setja mikið ofan við þetta. Hefði hann verið dæmdur ef ummælin hefðu verið á íslensku? Í þessu tilfelli finnst mér það ekki afsökum þó Egill sé e.t.v. opinber persóna. Auðvitað þurfa slíkar persónur samt að þola ýmislegt sem aðrir mundu ekki gera.

Sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Íslendingurinn við vin sinn: Við umgöngumst sko alla eins. Þ.e.a.s. eins og þeir séu fólk, en ekki Sígaunar.

Ég get ekki neitað því að mér hitnaði svolítið um hjartaræturnar þegar ég sá að maður sem ég þekki ekki neitt séraði bloggið mitt á fésbókinni og lét það fylgja með að ég væri uppáhaldsbloggarinn hans. Þannig skildi ég það a.m.k. og ég held að hann hafi ekki verið nema svona í hæsta lagi hálft í hvoru að gera grín að mér.

Sumir halda víst að það sé hægt að verða ríkur af því að blogga. Ekki er það mín reynsla. Aldrei hef ég fengið svomikið sem eina krónu í greiðslu fyrir blogg. Þó vanda ég mig oft og einatt alveg svakalega mikið. Skil ekki þá sem líta á bloggið sem annars flokks skrif. Sennilega er það vegna þess að ég hef aldrei fengið borgað fyrir nein skrif. Kannski mundi það breytast ef ég skrifaði metsölubók, en það verður víst ekkert úr því héðanaf.

Nú er klukkan orðin meir en hálftólf svo ég er að hugsa um að fara að hátta og lesa í Kyndlinum mínu, sem er fullur eins og vanalega. Vildi að ég vissi hve margar bækur eru þar. Nenni ómögulega að telja þær auk þess sem ég mundi áreiðanlega ruglast í talningunni. Eflaust eru þær ekki færri en svona tvö til þrjú þúsund. Það er svo erfitt að kaupa ekki ókeypis bækur.

Þessi bæjarstjóraræfill þeirra í Vestmannaeyjum er greinilega ekki beittasti hnífurinn í skúffunni hjá Sjálfstæðismönnum, en það má hann þó eiga, að hann læðist ekki með veggjum eins og ég er snillingur í.

Nú er ég búinn að setja saman einn stól frá IKEA og skrifstofustóll bíður. Ætli hann sé mér ekki ofviða.

IMG 1901Traustlegar undirstöður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband