2245 - Ja, men ikke í ramme för

Einkenni Íslenskra efnahagsmála er einstakur stöðugleiki, segir Bjarni Benediktsson. Og hann ætti nú að vita það. Sjálfur fjáransráðherrann. Já, ég hef orðið var við þetta. Hér dettur ekki nokkur maður. Það er sama hve hvasst er, enginn dettur. Menn halla sér kannski svolítið uppí vindinn, en það dettur enginn. Nú... Ha... Hvað segirðu? Átti hann ekki við svoleiðis stöðugleika? Nú, er það þannig? Já, ég hef orðið var við það líka. Einkum ef tímabilin eru stutt. Það varð til dæmis engin kollsteypa í efnahagsmálum í gær svo ég muni eftir. Það er jafnvel hugsanlegt að það verði engin á morgun heldur.

Þetta með klukkuna er áhugavert. Hef lengi haft talsverðan áhuga á þessu. Man vel eftir því þegar hætt var ruglinu með sumartímann. (Daylight saving time.) Hald mann þá var að aðrar þjóðir mundu hætta þessari vitleysu og arfi frá stríðsárunum fljótlega. Engin spurnig er að þetta er ákaflega óhentugt og dýrt. Íslendingar vildu verða fyrstir til í þessu tilfelli eins og í mörgum öðrum. Þeir stóðu, eða fannst þeir standa, frammi fyrir tveimur möguleikum. Annað hvort þyrfti að festa klukkuna við vetrartímann eða sumartímann. Af einhverjum ástæðum varð sumartíminn fyrir valinu þó hann væri ekki í eins góðu sambandi við hnattstöðuna og vetrartíminn. Ekki veit ég gjörla hvers vegna það var, en grunar að það hafi verið til þess að hafa meiri birtu seinni partinn. Kannski til að geta grillað á kvöldin, en þó held ég að sú tíska hafi ekki verið skollin á þá.

Er þeirrar skoðunar að mjög vafasamt sé að breyta þessu aftur. Líklegt er að það yrði upphafið að algjöru tímarugli, Nóg er ruglið á öðrum sviðum. Jafnvel dilkasviðum. Að þessi ósköp skuli vera helsta baráttumál Bjartrar Framtíðar nægir til þess að ég hika mjög við að kjósa þann bræðing. Nei, þá eru Píratarnir nú skárri. Þeir gera sér a.m.k. grein fyrir því að internetið og öll hin nýtískulega tækni nútímans, breytir ótrúlega mörgu í hugsunarhætti fólks. Annars er það dálítið biluð hugsun að breyta mælitækinu, ef það hentar ekki alveg.

Hundurinn var kallaður „saadan noget“. Og hann týndist. Unga stúlkan sem átti hann var allsnakin í sólbaði þegar hún uppgötvaði það. Hún greip í fljótheitum spegil (eða það sem hún áleit vera spegil) og setti fyrir versta stað. Síðan hljóp hún til að leita að hundinum. Hún hitti nágranna sinn og sagði:
„Har De set saadan noget?“
„Ja, men ikke í ramme för.“

IMG 1869Hér eru sauðirnir skildir frá höfrunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband