2229 - Rigning, rigning, rigning

Á Moggablogginu hafa margir hætt.

Enn fleiri hafa sagst ætla að hætta.

Sumir hafa komið aftur.

Einu sinni var það vinsælasta bloggið.

En ofurbloggarar hötuðu það.

Hættu samt að vera ofurbloggarar.

Því þetta var enginn vandi.

Svo kom Facebook, eða fésbók.

Eins og eðilegast er kalla hana á því ástkæra ylhýra.

Hún er samt dálítið öðruvísi.

Þar er stundum engin leið að greina á milli

Hvort verið er að hlusta á tveggja manna tal

Eða yfirlýsingu um eitthvað

Og mikið er kjaftað þar

Undanfarna morgna hef ég stundað það að fara í gönguferðir. Á símanum mínum sem ég er nýbúinn að fá er m.a. forrit sem Caledos Runner heitir (líklega er það ókeypis app sem bætt var við eftirá) Þetta forrit er ansi sniðugt og lætur mann keppast við sjálfan sig með því að tala sífellt við mann. Á fimm mínútna fresti segir það hve langt er síðan það var sett af stað og hve marga kílómetra maður hefur farið. Í lok gönguferðarinnar er líka hægt að fá upplýsingar um allt mögulegt t.d hver meðalhraðinn hefur verið, hve margar kalóríur hafa tapast o.s.frv. Allar þessar upplýsingar er hægt að láta símann sjá um að senda beint á fésbók. Já, og auk þess er hægt að fá kort af leiðinni sem farin hefur verið og ýmislegt fleira.

Eins og allir símar nútildags er síminn minn auðvitað með myndavél og þó hún sé ekki nema 5 megapixlar eru myndirnar úr henni nokkuð góðar. Sjá meðfylgjandi mynd. Hana tók ég í rigningunni í morgun (miðvikudag). Síminn minn sendi hana beint á tölvuna mína og þaðan setti ég hana hingað. Það er sú fyrri af tveimur sem ég set inn á eftir. Já og auðvitað heldur Caledosinn áfram sinni vinnu þó verið sé að dúlla við eitthvað annað. Nýi Nokia Lumia 630 síminn kostar (ekki nema) innan við 30 þúsund.

WP 20141001 09 21 12 ProJá, þetta er bílastæðið við Borgarspítalann (sem heitir víst eitthvað allt annað í augnablikinu) og sólin hefur skyndilega brotist fram. Þessvegna er birtan svona skrýtin.

IMG 1693Hvað er þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband