16.8.2014 | 13:57
2210 - Sögur frá Kína o.fl.
Þegar ég vann uppi á Stöð 2 var Hannes Jóhannsson tæknistjóri þar. Hann fæddist í Hong Kong og ólst upp í Kína. Tvær sögur þaðan man ég að hann sagði mér og sennilega fleirum. Ég er að hugsa um að reyna að rifja þær upp. Pabbi hans var trúboði þar að ég held.
Þetta var á tímum menningarbyltingarinnar og einn af vinum fjölskyldunnar var háttsettur embættismaður sem bjó skammt frá þeim. Þetta var í litlu og fremur friðsælu þorpi og íbúarnir þar höfðu lítil samskipti við umheiminn nema í gegnum vinnuna. Dag einn komu rauðu varðliðarnir samt þangað og meðal annarra handtóku þeir fjölskylduvininn og þegar Jóhann faðir Hannesar, frétti af því reyndi hann að komast að því hver kæruefnin væru. Fleiri vinir hins handtekna tóku þátt í þessu og vildu að minnsta kosti fá að tala við þann sem búið var að handtaka. Það var helst ekki hægt og segja má að allur dagurinn hafi farið í þessar tilraunir. Þegar handtökudagurinn var að kveldi kominn fréttist að rauðu varðliðarnir hefðu réttað yfir embættismanninum, dæmt hann sekan og tekið hann af lífi. Það var semsagt ekkert hægt að gera.
Hin sagan var á margan hátt merkilegri. Móðir Hannesar hafði tekist að fá eina af þorpskonunum til að snúast til kristinnar trúar. Eitt stórkostlegt vandamál fylgdi því samt. Hún átti nokkur líkneski af þeim guðum sem hún hafði trúað á og vissi ekki hvernig hún ætti að farga þeim. Ef hún fleyði þeim í ruslið eða gæfi einhverjum óverðugum þá væri hætt við að þeir reiddust og ekki vildi hún verða til þess. Þetta vandamál var mjög stórt og raunverulegt, og það var ekki fyrr en móðir Hannesar datt niður á það snjalla ráð að hún gæti náttúrulega gefið sér líkneskin, sem málið leystist.
Mikið hefur verið skrifað um lekamálið svokallaða. Ég ætla ekki að lengja þá umræðu að neinu ráði, en vil bara segja að sekt eða sakleysi Gísla Freys Valdórssonar og/eða Hönnu Birnu Kristjánsdóttur skiptir engu máli lengur. Innanríkisráðherrann hefur nú þegar valdið sitjandi ríkisstjórn svo miklu tjóni með háttsemi sinni að ekki nægir einu sinni að hún segi af sér embættinu, helst þyrfti hún að segja af sér þingmennsku líka.
Annars getur vel verið að Sigmundur sjálfur geti séð um að grafa undan hinni íslensku ríkisstjórn. Yfirlýsingar hans um eitrað kjöt eru á þann veg að vart getur nokkur maður lagt trúnað á slíkt fleipur. Já, þó mér leiðist pólitík, þá get ég ekki annað en fylgt minni vinstri sinnuðu sannfæringu.
Hrókurinn er besta netblaðið sem ég hef fundið um skák. Ekki er galdurinn annar til að komast þangað, en skrifa hrokurinn.is í subjectlínu brásersins sem notaður er. Góð og fullkomin url eru nokkurs virði, því bookmarksöfn og þess háttar vilja týnast. Hrafn Jökulsson sem ritstýrir þessu blaði er alls ekki einhamur í neinu sem skákinni viðkemur. Einhverjum finnst hann samt of fyrirferðarmikill þar, en það er önnur saga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.