10.8.2014 | 22:01
2207 - Alterego
Í gamla daga áttu allir útvarp og voru áskrifendur að einhverjum dagblöðum eða höfðu aðgang að þeim. Mogganum að minnsta kosti ef ekki vildi betur. Hann kom alltaf með Steindóri um tíu-leytið. Hin blöðin komu reyndar líka með Steindóri, en það voru afar fáir áskrifendur að þeim. Það var einskonar pólitísk yfirlýsing ef menn voru það. Mogginn var alveg hlutlaus. Það fannst flestum að minnsta kosti. Kristján í Reykjafossi, var reyndar sagður vera kommúnisti, en samt dreifði hann Mogganum óhikað. Hann var ekki borinn út. (Þ.e.a.s Mogginn ekki Kristján.) Það þurfi að sækja hann.
Alterego eru ekki endilega grín. Þar er hægt að skrifa ýmislegt sem óþægilegt gæti verið að þurfa að standa við. Þetta segi ég mest útaf því að einhver Ívar (sem ég veit engin nánari deili á) heldur þessu fram í athugasemd við það sem ég sagði á blogginu mínu um svokallaðan Svarthöfða. Þá athugasemd sá ég fyrst fyrir stuttu síðan.
Ég læt mér í léttu rúmi liggja hvað öfgahægrimenn eins og Páll Vilhjálmsson og Jón Valur Jensson segja. Þeir þykjast vera súpergáfaðir en eru það alls ekki. Báðir eru samt mikið lesnir og við því er ekkert að segja. Jónas Kristjánsson með sína vinstrimennsku er líka mikið lesinn og Herðubreið lesa margir. Hinir hefðbundnu fjölmiðlar eiga mjög í vök að verjast enda þurfa þeir á miklu fjármagni að halda til að geta sinnt sínum aðdáendum. Þau ár sem liðin eru frá Hruninu Mikla hafa verið mikil stjórnmálaleg umbrotaár hér á landi. Heimsstjórnmál virðast hins vegar þróast stöðugt í áttina að kalda stríðinu. Flestir telja samt að því hafi lokið um það leyti sem Sovétríkin liðuðust í sundur. Ætli það hafi ekki verið svona um 1990. Eins og sjá má af þessu er ég ákaflega latur við að gúgla. Kann það heldur ekki nærri eins vel og sumir aðrir.
Líklega er það hvergi eins greinilegt og í skákinni að Rússar vilja gjarnan skapa aftur líkt ástand og var í heiminum í kalda stríðinu. Pútín er einvaldur þar, en slíkt einveldi er ekki til staðar í USA. Kannski má samt tala um ofurvald fjármagnsins þar. Svo má auðvitað deila um hvort er verra eða skárra. Á morgun mánudag verður kosinn forseti FIDE - alþjóðaskáksambandsins. Kasparov, fyrrum heimsmeistari, etur þar kappi við Kirsan (Iljumsinov stafsetning ath. ) sem verið hefur forseti þar alllengi og er sagður hallur undir Pútín. Þessi kosning er kannski heimssöguleg að því leyti að kaldastríðslega séð er Kasparov fulltrúi USA þó alist hafi upp í Sovétríkjunum sálugu. Karpov hafði ekki erindi sem erfiði í viðureign við Kirsan.
gylfig hefur læst Moggabloggi sínu. Samt get ég séð upphafið af öllum bloggum hans með því að fara á stjórnborðið mitt, því hann er bloggvinur minn. Þannig held ég að það sé með alla sem læsa blogginu sínu. Kannski á þetta að vera svona og kannski er þetta handvömm hjá Moggabloggsguðunum.
Tekur Hraðbraut virkilega til starfa nú í haust? E.t.v. á sama hátt og áður. Minnir endilega að minnst hafi verið á það fyrir nokkru síðan. Held að ríkisendurskoðun hafi haft ýmislegt við þann rekstur að athuga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.