2204 - Hrókurinn.is

Áđur en brann og eftir ađ brann. Ţetta var einhver algengasta tímaviđmiđunin hjá mömmu og ţađ var svosem engin furđa. Sjálfur nota ég ţetta mikiđ ţegar veriđ er ađ minnast einhvers löngu liđins atburđar. Bruninn varđ í desember 1951 og ţađ er enginn vandi ađ ákveđa hvort eitthvert tiltekiđ atvik átti sér stađ fyrir eđa eftir hann.

Veit ekki af hverju skák er ekki lengur sú fjölmiđlaíţrótt sem hún einu sinni var. Ţegar Friđrik var t.d. ađ tefla í Wageningen eđa Portoroz beiđ mađur međ öndina í hálsinum eftir Mogganum til ađ sjá hvernig skákin hefđi fariđ. Mér er ţetta alveg í barnsminni. Og auđvitađ var ţađ útsíđufrétt hvernig fariđ hefđi. Seinna flutti ég svo til Reykjavíkur og man vel ađ skákstjórinn í einhverju móti sem ţá var haldiđ var Háfdán fađir Jóns Hálfdánarsonar og mig minnir ađ mótiđ hafi veriđ haldiđ í MÍR-salnum í Ţingholtsstrćti. Hálfdán var mjög óánćgđur međ fréttaflutning einhvers dagblađsins af skákmóti sem ţá stóđ yfir. Dagblöđin voru fjölmörg á ţessum tíma. Man ađ Benóný var ađalsprautan á ćfingunum í MÍR-salnum og gerđi stundum óspart grín ađ strákunum sem ţarna voru, ţó seinna yrđu ţeir frćgir skákmeistarar. Minnisstćđur mađur Benóný. Oft sá ég hann á hjólinu sínu. Ţeir voru afar fáir sem stunduđu hjólreiđar á ţeim tíma og allsekki gerđu ţeir ţađ sér til skemmtunar.

Stuđningur Bjarna Benediktssonar viđ Hönnu Birnu er satt ađ segja óttalega hálfvolgur, en af hverju skyldi hann endilega gera ţađ sem andstćđingar hans ćtlast til. Viđtaliđ viđ hann í sjónvarpinu breytir eiginlega engu til eđa frá. Mér sýnist ađ ţetta mál malli bara áfram fram ađ nćstu kosningum. Í rauninni snýst ţađ ekki um annađ en sjálfstćđi fjölmiđla (sem er auđvitađ stórmál) og rétt ţeirra til ađ vernda heimildarmenn sína. Sennilega er pólitískum ferli Hönnu Birnu samt lokiđ. Sendiherrastađa gćti ţó veriđ einhversstađar.

Já, ég er svo geđlaus ađ ég lét bara ferma mig. Samt var ég ţá fyrir löngu búinn ađ gera mér grein fyrir ţví ađ ţađ sem haldiđ var fram, og er víđa enn haldiđ fram í kirkjum landsins, var innantómt bull. Hćgt er ađ kalla fram mikiđ af athugasemdum bćđi á fésbók og annarsstađar međ ţví ađ halda einhverju fáránlegu fram um trúmál. Ţar étur hver úr sínum poka. 

Öruggasta leiđin til ađ skrifa ekki neitt hjá sér á venjlegu úđflúgti (ţetta er dönskusletta) er ađ taka međ sér blađ og blýant.

Um daginn hringdi síminn hér í Auđbrekkunni, sem er svosem ekki í frásögur fćrandi. Tinna var í heimsókn og átti von á ađ pabbi sinn hringdi og eftir ađ ég hafđi sýnt henni hvađa takka hún ćtti ađ ýta á, svarađi hún. Var greinilega í einhverjum vandrćđum međ ţann sem í símanum var svo hún rétti mér hann bara. Eftir einhvert kurteisissnakk sem ég man ekki vel eftir varđ símtaliđ einhvern vegin svona: „This is Windows technical department,“ sagđi kvenmannsröddin í símanum og svo dró konan djúpt andann eins og hún byggi sig undir langa romsu. Ég flýtti mér ađ segja: „I am not interested,“ og lagđi á, minnugur hryllingssagnanna af fésbókinni. Og svo varđ ekki meira úr ţví.

Allt stefnir í aukna sérhćfingu. Held ađ ég hafi skrifađ um ţađ um daginn ađ lítiđ vćri fjallađ um skák í fjölmiđlum nútildax. (Ţađ var nokkuđ gott hjá mér ađ setja x ţarna.) Á Moggablogginu er samt hćgt ađ fá ágćtar skákfréttir á íslensku, en mér hefur lengi fundist vanta íslenskan stađ á netinu, sem vćri alfariđ helgađur skák. Í rauninni er svo mikiđ skrifađ um skák á netinu ađ engin furđa er ađ vefsetur einsog: http://hrokurinn.is/ sjái dagsins ljós.

IMG 1281Baldursbrár.

IMG 1285Prjónagarn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband