2192 - Þak

Jú, það er býsna alvarlegt þegar ritstjóri Morgunblaðsins ruglar saman mönnum á þann hátt sem Davíð Oddsson virðist hafa gert. Samt er það svo, að fylgismenn á hann enn, og hann er vissulega góður og séður pólitíkus, þó honum hafi orðið þetta á. Búast má samt við áframhaldandi vitleysum hjá honum og þeir sem standa honum næstir ættu að búa sig undir það. Að persónuleg afsökunbeiðni standi svolítið í honum er ekkert skrýtið. Það eru margir þannig gerðir að slík beiðni er eitt af  því erfiðasta sem þeir gera.

Eins og fyrri daginn er þessi klausa áberandi seint á ferðinni. Ég get bara ekkert að því gert. Skrifa bara um það sem mér dettur í hug og spyr engan ráða.

Er það virkilega svo að enn sé til fólk sem vill frekar lesa af blaði en tölvuskjá? Datt þetta í hug rétt áðan þegar ég sá auglýsingu á netinu (hvar annars staðar) frá „Heima er Best“. Held að enn sé til tímarit sem gefið er út og heitir því nafni. Einu sinni skrifaði ég eitthvað í það blað. Sýnist það nú vera orðið mest þýðingar á erlendum greinum. Eiginlega ætti blaðið að einbeita sér að innlendum frásögnum. Héraðabækurnar og árbækur allskonar hafa reyndar farið talsvert inná þá leið. Samt held ég að þar sé pláss. Erlendu frásagnirnar eru heldur lítilfjörlegar finnst mér, en hvar ætti það fólk sem lætur einsog netið sé ekki til að fá sínar frásagnir.

Guðríður orðin eldri en Halldóra“. Þetta er fyrirsögn af mbl.is. Mér finnst hún misheppnuð. Nenni samt ekki að ræða um hugsanlegan misskilning og ekki er hægt að ætlast til að allt sem sagt er á íslensku sé rökrænt. Sum orð eru það ekki og hversvegna ætti svosem að ætlast til þess með heilu setningarnar?

Margir virðast halda að því sóðalegra orðbragð sem þeir temja sér í stjórnmálaumræðum því kröftugara sé það. Ég held aftur á móti að svo sé ekki. Orðatiltæki sem mjög er í hávegum haft hjá þessum bögubósum er „að skíta uppá bak.“ Kannski voru það mistök eða kannski ekki þegar einhver snillingurinn skrifaði þak í staðinn fyrir bak í þessu sambandi. Fyndið er það samt og bætir sennilega orðtakið og gerir það mun myndrænna að skrifa „þak“ í staðinn fyrir „bak“.

IMG 0712Í Nauthólsvík.

IMG 0744Steinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband