2170 - Lengi tekur sjórinn við

Margt bendir til þess að ESB-málið sé það sem mestu máli skiptir í kosningabaráttunni. Ekki bara núna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar, heldur alla tíð. Óskiljanlegt er að núverandi ríkisstjórn skuli ekki hafa sett það mál á oddinn strax. Líklega verður það með tímanum hennar banabiti. Andstæðingar aðildar voru langt komnir með að telja fólki trú um að samningaviðræðurnar væru með öllu tilgangslausar. Fyrirséð væri hvernig þeim mundi ljúka og ekki væri hægt að fá að „kíkja í neinn pakka“. Einhverra hluta vegna hefur fólk ekki meðtekið þessi sannindi. Kannski er þetta ekki hundrað prósent rétt. Það er kannski hægt að fá að kíkja í einhvern pakka og hrista svo hausinn. Ýmislegt bendir til að það sé einmitt það sem þjóðin vill. Sjálfir Norðmenn gáfu það fordæmi.

Kosningalega séð virðist þetta vor ætla að verða spennandi mjög. Hér á Íslandi verða sveitarstjórnarkosningar í lok maí. Yfirvofandi eru einnig að því er mér skilst Evrópuþingskosningar og þeir öfgaflokkar sem á móti aðild eru ætla sér stóra hluti. Auðvelt er að gagnrýna svo stórt battery sem Evrópusambandið er og kostir þess eru alls ekki augljósir. Kosningar eiga einnig að fara fram í Úkraínu 25. maí og kostir EU eru þar kannski ljósari þeim sem fjærst standa öfgaflokkum hverskonar, en öðrum.

Þó alþingi sé lokið er tvennt sem hugsanlega stendur útaf. Í fyrsta lagi er ekki útséð um það hvort uppboð á húsum einkaaðila hefjist aftur þann 1. september n.k.. Í gildi held ég að séu lög sem fresta slíkum látum, ef menn telja sig eiga að njóta góðs af heimsmeti SDG. Í öðru lagi held ég að sú ríkisstjórn sem nú situr láti sér hugsanlega til hugar koma að setja einhverskonar bráðabirgðalög til að binda formlegan enda á aðildarviðræðurnar við ESB. Geri þeir það verður allt vitlaust hér og ómögulegt er að spá um hvað gerast kann.

Steypibað er freyðibað andskotans.
Kerlaug er næstum það sama og heitur pottur.
Auðvitað má draga samræðurnar og augnakonfektið frá.
Samræðurnar eru oft ósköp andlausar.
Augnakonfektið miklu síður.

Vatn er okkur mannfólkinu mun eðlilegra en loftið.
Auðvitað dreifist mengun öðruvísi í vatni.
Allskyns gruggi og ryki erum við ofurseld á jörðu niðri.
Sumt af því leysist upp í vatni.
Sumt sjáum við alls ekki.
Allt fer það samt ofan í okkur, ef því sýnist.

Nú er bara um að gera að njóta sumarsins.
Kannski verður það stutt, eins og í fyrra.
Kannski verður það svo gott að utanferðir borga sig ekki.
Með öllu því veseni sem þeim fylgir.
Það er jafnvel hugsanlegt að ekki hafi allir efni á þeim.
Óraunhæft er þó að bíða.
Eldri kynslóðin skilur ekki fyrirganginn í þeirri yngri.
Þau gömlu á grafarbakkanum ættu þó að flýta sér.
Heimurinn er sífellt að batna.
Fréttir af vesöld hans eru þó stöðugar. Og verða það.

Vinstra sinnað fólk skrifar meira og miklu betur, en hægra sinnað. Öfgasinnar skrifa oft mest og best, en vilja samt ekki viðurkenna að þeir séu öfgasinnar. Sumt fólk les bara en skrifar ekki. Enn aðrir gera hvorugt. Skoða í mesta lagi myndir. Spurning spurninganna er hvort fólk sé fávitar. Eða að minnsta kosti í stjórnmálalegum skilningi. Ef SDG tekst að selja þessa hugmynd sína um forsendubrest og leiðréttingu og ná viðunandi árangri í komandi sveitarstjórnarkosningum, er enginn vafi á því að hann er snjall stjórnmálamaður. Líklega Davíð Oddsson endurborinn. Hann (Davíð) er reyndar farinn að skaða þann flokk sem hann einu sinni leiddi og gat fengið til að tína brauðmola úr lófa sínum. Sama gerði Hriflu-Jónas á sínum tíma.

IMG 0527Varðköttur.

IMG 0530Hellamálverk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband