2168 - Bjarni Harđarson

Ég man vel ţá tíđ ađ taliđ var ađ orkuvandamál heimsins vćru ađ mestu leyst nema til kćmi ódýr lausn á vandamálum kjarnasamruna. Orku ţessa áttu kjarnorkuver, sem orđin voru fremur ódýr í framleiđslu, ađ framleiđa. Vandamálin sem tengdust ţeim kjarnorkuverum sem í notkun voru reyndust samt svo mikil ađ víđast hvar er reynt ađ hćtta ađ nota ţau núorđiđ. Fyrir vikiđ er öll raforkuframleiđsla dýrari en annars hefđi veriđ. Nútildags er helst horft til vindorkunnar ţó mörg vandamál sé ţar viđ ađ eiga. Ekki er ţar eingöngu átt viđ sjónrćna mengun sem ţó er ćrin, heldur fylgja mörg önnur sem ţó er hćgt ađ vonast til ađ verđi auđveldari viđfangs en ţau sem kjarorkunni fylgdu. T.d. var á sínum tíma, ţegar álveriđ viđ Straumsvík var reist, gert ráđ fyrir ađ innan skamms yrđi raforka framleidd međ kjarnorku mun ódýrari en sú orka sem ţađ álver notar. Sólarorka verđur einnig međ tímanum hugsanlega ódýr kostur.

Allar götur síđan Bjarni systursonur minn Harđarson felldi svo eftirminnilega Hjálmar Árnason í prófkjöri hjá Framsóknarflokknum í byrjun ţessarar aldar hef ég víst veriđ skráđur á einhvern lista hjá Framsóknarflokknum. Ţó ég tćki Bjarna frćnda minn framyfir Hjálmar ţennan var ég ekki svo vitlaus ađ kjósa Framsóknarflokkinn í kosningunum sem á eftir fóru. Og heldur ekki síđar. Ţó verđ ég ađ viđurkenna ađ einhverntíma skömmu eftir miđja síđustu öld varđ mér ţađ á ađ kjósa flokksnefnu ţessa. Bjarni komst á ţing ţó vera hans ţar hafi orđiđ nokkuđ snautleg og stutt. Síđar gekk hann úr flokknum og skyldi engan undra. Kannski er ekkert eftirsóknarvert ađ vera ţingmađur. Fyrst í stađ reyndi flokkurinn ađ rukka mig um félagsgjöld, en ţađ gekk illa og nú angrar ţessi listavera mín mig ekki nema öđru hvoru ţegar ég fć óumbeđin og illa ţokkuđ SMS í símann minn.

Ţví segi ég ţetta ađ mér blöskrar mjög háttalag framsókarmanna og ţöggunartilraunir ţeirra fyrir bćjarstjórnarkosningarnar í lok ţessa mánađar. Ţeir eru mun verri en sjálfstćđismenn og er ţá langt til jafnađ. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstćđisflokkurinn eru báđir ađ breytast nokkuđ um ţessar mundir. Báđir eru ţeir smám saman ađ ţokast til hćgri og óđum ađ minnka. Af ţví mér leiđist svo öll pólitík er ég ađ hugsa um ađ skrifa ekki meira um hana í ţetta blogg.

Af hverju skyldu nćstum allir ávallt vilja sýnast mun merkilegri og gáfađri en ţeir eru í raun og veru? Kannski eru konur lausari viđ ţetta en karlmenn. Veit ţađ ekki. Veit heldur ekki af hverju ţetta er. En svona er ţetta. Um ţađ efast ég ekki.

Af hverju skyldu svona margir álíta íţróttir og hvers kyns boltaspark og hendingar vera nćstum merkilegasti hlutur í heimi? Óskiljanlegt, vćgast sagt. Um ţetta geta bestu menn bollalagt fram og aftur ţví sem nćst endalaust.

Hvernig skyldi mönnum eins og Jónasi Kristjánssyni, sem hafa allt og alla á hornum sér í bloggi sínu, líđa svona prívat og persónulega. Jú, stöku sinnum fćr hann sćmilegt ađ éta og skrifar jafnvel um ţađ. Annars finnst mér stórgaman ađ lesa ţađ sem hann skrifar ţó ţađ sé mestan part póltískt gall. Ţađ er óţarfi ađ efast um ţekkingu hans á mönnum og málefnum og sennilega líđur mönnum eins og honum alveg ágćtlega í einkalífinu. Honum finnst meira ađ segja matur stundum ódýr sem mér mundi finnast rándýr.

Hin hliđin á peningnum er síđan Jens Guđ. Hann gerir grín ađ öllu. Hefur samt ákveđnar skođanir og er tilbúinn til ađ svara öllu, sama hvađa vitleysa ţađ er. Flćkist mikiđ um netiđ og er naskur á ađ finna forvitnilegar myndir og myndskeiđ. Verst ađ mađur hefur stundum séđ ţađ áđur. Eiginlega eru ţađ mestmegnis sömu myndirnar sem ganga í hringi á netinu. Nema ţá helst kötturinn sem réđist á hundinn. Slíka mynd hef ég ekki séđ áđur enda er hún komin í fréttir.

Ásthildur á Ísafirđi er líka eftirminnileg. Alltaf elskuleg viđ alla. Skammar ţó ţá sem láta í ljós pólitískar skođanir sem henni líkar ekki. Afar dugleg viđ ljósmyndatökur og birtingar ţeirra. Skrifar mjög persónulega. Ef Moggabloggsmenn selja henni netpláss fyrir allar ţessar myndir eru ţeir einfaldlega peningagráđugir gullgrafarar.

Já ţetta eru palladómar. Ekki Palla-dómar. Ţó Páll Vilhjálmsson sé vinsćll bloggari ţá leiđist mér hann og er ţví feginn ţví ađ ESB-andstćđingar virđast hafa gert hann ađ sínum einkabloggara.

Ţetta blogg er orđiđ alltof langt svo ţađ er sennilega best ađ ég flýti mér ađ senda ţađ út í eterinn.

IMG 0513Má ég eiga ţetta?

IMG 0518Gras o.fl.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband