11.5.2014 | 13:05
2165 - Kópavogsdagar
Vera kann að einhverjum þyki myndirnar mínar betri en skrifin. (Mér finnst það stundum.) Benda má þeim á að hægt er að skoða (flestar) myndirnar með því að velja albúm og síðan velja ýmislegt búið að birta. Eða eitthvað þess háttar. Kannski er mér að fara fram í myndatökum. A.m.k. er ég farinn að birta tvær með hverju bloggi. Gleymdi því að vísu um daginn.
Mér skilst að pollapönkarar hafi sungið á Evróvision um að flæma fordóma í burtu. Kannski hefur þeim orðið eitthvað ágengt. Sagt er að stytta af litla svarta Sambó sem á að hafa verið flaggað mikið á kaffihúsi einu í Reykjavík hafi verið tekin í burtu. Ekki veit ég samt neinar sönnur á því eða að þessi mál tengist á nokkurn hátt.
Hugsanlega er Pútín ekki nærri eins slæmur og margir vilja vera láta. Því hefur verið haldið fram að Rússar þurfi sterkan og áhrifamikinn leiðtoga. Vissulega er Pútín óþægilega hægri sinnaður og mikill öfgamaður. A.m.k. finnst vinstri mönnum það. Kannski er það rétt. Að sumu leyti virðist Pútín vera Hitler endurborinn. Samt held ég að við verðum að treysta honum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að ef kosningarnar í Úkraínu 25. maí takast sæmilega sé ennþá von til að komast megi hjá borgarastyrjöld þar. Pútín er hugsanlega sama sinnis og álítur kannski heppilegast fyrir Rússa að sætta sig við það. Hann er þó eini þjóðarleiðtoginn sem virðist tilbúinn til að fara í stríð.
Ef ég er lélegur spámaður fyrir íslensk stjórnmál er engin ástæða til að ætla að ég sé skárri hvað heimspólitík snertir, svo kannski er best að taka framrituðu með mikilli varúð.
Skelfing er Íslensk Erfðagreining umdeilt fyrirtæki. Sumir virðast undir eins taka upp deilupennann sinn ef þeir heyra minnst á það. Held reyndar að þetta sé ekkert nema nafnið því fyrirtækið er farið á hausinn að ég held. Hef ekkert bréf fengið um málið og er þar af leiðandi ekki í náðinni svo ég veit ekkert hvernig átti að framkvæma þessa munnvatnstilraun. Hefði sennilega lent í vanda ef ég hefði fengið slíkt. Mér finnst Kári alltaf nokkuð sannfærandi, þó hefur margt verið undarlegt við rekstur fyrirtækisins á liðnum árum.
Spilling er mikil á Íslandi. Lekamálið er örugg vísbening um það. Það endar alveg áreiðanlega Hönnu Birnu í hag. Annars væri hún afar lélegur lögreglumálaráðherra. Ef mönnum tekst að komast í áhrifastöðu hér á landi er það mikill klaufaskapur að nýta sér það ekki. Auðvitað eru menn samt misjafnlega lunknir við það.
Greinilega er sumarið komið. Ef veðurguðirnir tækju uppá því að gera hret núna er ég hræddur um að einhverjir mundu missa sig. Gróður er kominn vel af stað og ekkert fær stöðvað framrás sólarinnar. Ég er búinn að uplóda slatta af myndum og núna er bara um að gera að standa sig í að blogga. Opið hús er núna um helgina hjá listamönnum með vinnustofur í Auðbrekku, bæði í Norm-X húsinu og annars staðar. Þar er boðið uppá léttar veitingar og glaðst yfir öllum sem láta sjá sig. Um að gera að drífa sig.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Kári Stefánsson er klár, líklega mjög intelligent. En það hefur alltaf verið of mikið "hype" í kringum deCode. Þetta er Kára sjálfum um að kenna. Hann er þessi týpíski Íslendingur sem verður sjálfhverfur, ef ekki montinn, ef vel gengur.
Það sem er verið að gera hjá deCode mundi ég frekar kalla "applied research", en vísindi. Með rétt tæki og þjálfaða starfsmenn er þetta gert samkvæmt standard cookbook. Að taka 100.000 munnvatnssýni er svipað og taka 100.000 prufur úr sjónum í kringum landið og efnagreina þær nákvæmlega, með nýjustu tækjum. "Applied research". Væri hægt að birta niðustöður í frægum tímaritum.
Þá skulu menn fara mjög varlega í öllu tali um að þetta sé "grunnurinn" að nýjum lyfjum, eins og Hildur Eir Bolladóttir virðist halda. Mér er ekki kunnugt um eitt lyf á markaðnum í dag, sem hefur verið þróað "based on" rannsóknum frá deCode né öðrum rannsóknarstofnunum á sama sviði.
Það er nefnilega stóra vandamálið, skrefin frá gen greiningum í ný lyf, þ.e.a.s.
"gene-based approache to drug development".
Haukur Kristinsson 11.5.2014 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.