1.5.2014 | 00:05
2161 - Íslandið litla
Verulegur fjöldi kjósenda virðist halda að ESB-málið, eða flugvallarmálið sé það sem borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík snúist um. Mín skoðun er samt sú að þessar kosningar snúist um allt annað. Fyrst og fremst um borgar- og bæjarmálefni en auk þess um ríkisstjórnina. Guðni Ágústsson hefði getað látið kosningarnar snúast svolítið um ESB, flugvöllinn og sjálfan sig. Hann kaus að gera það ekki. Þarmeð hefði framsóknarflokkurinn haft möguleika á borgarfulltrúasæti. Slíkt er borin von núna. Einkum ef meðferðin á konunni í öðru sæti á listanum er höfð í huga (sjá kvennablaðið)
Það raunalegasta við núverandi ríkisstjórn er óraunsæið í utanríkismálum. Að Simmi og Co. skuli halda að með því að hampa þeim ríkustu séu meiri líkur en ella á því að hjól atvinnulífsins fari að snúast hraðar er næstum hægt að fallast á með þeim. En aðdáun þeirra á rússum og kínverjum sem Ólafur Ragnar hefur innprentað þeim er kolröng. Mannréttindi eru fyrirlitin þar og engin leið að sætta sig við sumt í hugsunarhætti ráðamanna á þeim slóðum.
Hefðu útrásarvíkingarnir vitað nákvæmlega hvenær þeir áttu að hætta og ef þeir hefðu getað það, hefði útrásin hugsanlega orðið okkur til góðs eins og heimsstyrjöldin. Að mörgu leyti var þetta síðast sénsinn. Í næstu umferð bankakreppunnar verður kalda stríðið með sínum mikilvægu áhrifasvæðum komið til framkvæmda. Það skuggalegasta sem núverandi ríkisstjórn gerir er að rembast við að reyna að færa okkur inn á áhrifasvæði rússa og kínverja. Þar eigum við ekki heima. Hugsunarháttur okkar er allur vestrænn og þar eigum við að halda okkur. Þjóðremba okkar var umborin vegna legu landsins. Ekki er víst að hún verði það á sama hátt framvegis.
Bandaríkin vilja okkur ekki, en ESB vill. Framtíð okkar er fólgin í því að vera í liði með vesturveldunum. Engin leið er að vita fyrirfram hve miklu þarf að henda í ESB-tryggingarhítina svo hún komi að einhverju gagni. Á sama hátt og um miðja síðstu öld var sjálfstæði smáríka í tísku eru það ríkjaheildirnar sem blíva núna.
Aðalástæðan fyrir því að mér líkar svona vel að tefla bréfskákir á netinu er að mér er orðið fjandans sama hvernig mér gengur. Framanaf var einhver metnaður að þvælast fyrir mér en hann er alveg farinn núna og mér er nokkuð sama hvernig skákirnar fara. Venjulega tefli ég svona 20 til 40 skákir í einu á svona 2 til 3 stöðum. Stundum tapa ég mörgum í röð vegna þess að ég er upptekinn við annað. Venjulega hef ég umhugsunartímann svona þrjá daga, en er nýlega tekinn uppá því að hafa þá 5 til öryggis. Svo tefli ég þetta eins og hverja aðra hraðskák nema hvað klukkan er ekkert að reka á eftir mér, enda hugsa ég mun hægar en ég gerði. Stundum tefli ég læf og þá hef ég yfirleitt 15 mínútna umhugsunartíma. Finnst það svara ágætlega til 5 mínútnanna sem maður var vanastur áður fyrr.
Já, og svo á ég alveg eftir að minnast á Ásgautsstaði. Geri það semsagt hérmeð. Að auki er víst komið sumar svo ég verð sennilega að fara að birta tvær myndir með hverju bloggi svo ég nái sjálfum mér einhverntíma.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.