26.3.2014 | 13:01
2142 - Árásin á Bitcoin
Þeir sem ekkert skilja í hvernig peningamál eru fara kannski með tímanum að trúa á Bitcoin. Að baki heimsins myntum er svosem ekkert nema trúin á þær og kannski á efnahagskerfi þjóðanna sem gefa þær út. En kerfi eru ekki eilíf. Þúsundáraríkið hefur ekki enn verið fundið upp. Það er fyrst og fremst þetta sem Bitcoin leggur áherslu á, finnst mér. Að hægt skuli vera að búa til ímyndaða mynt er ógnun við yfirvöld. Hvað er eiginlega á bak við hana? Hverjir búa hana til? Spurningarnar eru legíó. Yfirvöld segja að eingöngu eiturlyfjabarónar og braskarar noti hana. Það verða þau að segja því þau eru hrædd við hana.
Hvað er á bak við íslensku krónuna? Verðmæti sem varin eru með váfuglum gjaldeyrishaftanna? Trúin á Simma og hans björgunaraðgerðir? Útflutningur á hvalkjöti? Trú á Má og Seðlabankann? Vani? Ekkert?
Kannski er skiljanlegt að yfirvöld (fjölmiðlar) vilji t.d. með umræðum um Norðurljósapeninga gera árás á Bitcoin eða réttara sagt umræðuna um þá skrítnu mynt. Sú umræða gæti samt hæglega snúist í andstæðu sína og orðið Bitcoin til framdráttar. Annars skil ég svosem ekki þetta hagfræðingamál frekar en aðrir. Held samt að með tímanum geti þessi ímyndaða mynt vel orðið sambærileg við íslensku krónuna. Bara ef ímyndunin er nógu sterk og hvort sem hún heitir Bitcoin eða Auroracoin.
Þó Halim Al hafi verið málaður sem ljóti karlinn hér um árið, er ég ekki alveg tilbúinn til að gera það sama við hinn danska fyrrverandi eiginmann Hjördísar Svan. Forræðismál eru alltaf erfið og utanaðkomandi aðilar bæta ekki nærri alltaf úr. Ef gerður er samningur við erlent ríki þá finnst mér að þurfi að standa við hann. Neyðarréttur verður samt að vera fyrir hendi.
Miklu galli er ausið yfir blessaða ríkisstjórnina. Verst að hún skuli eiga mest af því skilið. Annars er ég farinn að halda að það sé þjóðin sem sé gölluð, en ekki ríkisstjórnin. Ef t.d. er hlustað á Sigmund Davíð án þess að vera á móti honum, (já, ég hef prófað) þá er ekki annað að heyra en hann vilji hvers manns vanda leysa, en liggi undir stöðugum loftárásum frá illa meinandi neikvæðingum og fái engan frið til þess. Þetta er sama fólkið og leggur Vigdísi litlu Hauks í einelti og getur með engu móti séð hana í friði. En sleppum pólitíkinni hún er mannskemmandi og ætti að vera bönnuð fyrir alla sem ekki eru nógu vinstrisinnaðir.
En ég man bara ekki eftir neinu öðru til að skrifa um. Það væri þá helst Ásgautsstaðamálið. En enginn vill sinna því. Löglegir erfingjar jarðarinnar eru víst ekki nógu fátækir tilað DV hafi áhuga á þeim og ekki nærri nógu ríkir til að Simmi og ríkisstjórnin hafi það. Í þessu þjóðfélagi okkar eru það bara aumingjar og stuðningsmenn LÍÚ sem blakta. Venjulegt fólk á engan séns. Í mesta lagi að það geti hallað sér að blogginu og fésbókinni.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.