2075 - Mór, kol og olía

Já, ég spáði vitlaust um úrslit Króataleiksins, enda hef ég lítið vit á knattspyrnu og spámaður er ég enginn. Króatar eru (eða voru a.m.k.) ágætir í fótbolta og hæfileg svartsýni er kannski það rétta gagnvart útileiknum. Ætla samt engu að spá um úrslit hans. Þeir sem andstæðir eru inngöngu í ESB og voru á sínum tíma andvígir því að semja um Icesave-málið reyna að tengja fátboltafárið núna þeim málum. Þvílík vitleysa. Nenni ekki einu sinni að tala um það.

Kannski er samt aðaltilgangur þessarar bloggfærstu að breiða yfir þennan svartsýnisspádóm um Króataleikinn. Eiginlega hef ég ekkert að segja. Jú, ég fer flesta fimmtudega í Kost og kaupi mér ávexti til vikunnar. Þeir eru nefnilega með 50% afslætti þá, en reyndar ekki alltaf sérlega góðir. Bananar á 120 krónur eru þó yfirleitt sæmileg kaup.

Í Kosti tek ég líka oft ókeypis eintak af Bændablaðinu. Að sumu leyti er það ágætt mótvægi við Fréttatímann sem yfirleitt kemur hingað á fimmtudögum líka. Svo má nota helgina til að glugga í þessi blöð meðfram netskoðun.

Var að enda við að lesa grein (með harfagrautnum) um mó, í Bændablaðinu. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um kol og olíu og síðan um heimshlýnun. Er það hugsanlega að verða eins og var með blessaðar sígaretturnar? Allir gera sér grein fyrir óhollustunni, en enginn vill samt hætta. Fréttablaðið er ég sem betur fer alveg laus við. Tala ekki um Moggann.

Sennilega hef ég aðeins meira vit á skák en fótbolta. Er einn af þeim sem spáði Carlsen sigri í einvíginu við Anand. Kannski hef ég rétt fyrir mér þar. Hann er a.m.k. búinn að vinna eina skák.

Andskotans frekja er þetta alltaf í fésbókinni. Maður má ekki einu sinni kíkja á það sem að manni er rétt þá þarf fésbókin að kjafta því í alla í gegnum tímalínuna. Hverjir skyldu annars skoða tímalínuna hjá öðrum? Það er hægt að verða gráhærður (þessu fáu sem eftir eru) yfir þessari afskiptasemi hjá fésbókarfjáranum. Ætli hann Sigmundur viti af þessu?

Þetta verður fremur þunnur þrettándi hjá mér. Enda fyrst og fremst hugsað sem ábreiða yfir Króatamistökin.

IMG 4582Þetta er tekið út um framrúðuna á rútunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband