8.11.2013 | 20:11
2071 - Anand vs. Carlsen
Sniðugasta leiðin varðandi Geysi og skúramálið er að girða af bílastæðin við Kerið. Minnir að Jónas Kristjánsson hafi komið með þá gerræðislegu lausn. Annars væri svolítið fyndið að sjá upplitið á saklausum ferðamönnum þegar þeir kæmu að afgirtum bílastæðum. Hugmyndin er góð.
Dettur stundum í hug að við bloggarar gætum sameinast um að skrifa ekkert um Vigdísi Hauksdóttur. Ætli henni færi þá ekki að leiðast þófið. Sigmundi tókst að komast hjá því að gera hana að ráðherra. Með ærnum kostnaði að vísu. Því hann neyddist í staðinn til að gera bæði Gunnar Braga Sveinsson og Sigurð Inga að ráðherrum. Sem aldrei skyldi verið hafa. En það er of seint að iðrast eftir dauðann.
Á sama hátt og það var greinilegt að Steingrímur J. Sigfússon var aftursætisbílstjóri fyrri ríkisstjórnar og hafði þar þá yfirstjórn sem honum sýndist, langar Bjarna Bendiktsson til að verða slíkur aftursætisbílstjóri núverandi ríkisstjórnar. Kannski tekst honum það. Bjarni er greinilega sá ráðherra stjórnarinnar sem mest hefur komið á óvart að því leyti að hann er mun meira útundir sig en menn höfðu álitið.
Neitun Bjarna á því að fallast á tillögur framsóknarmanna um skuldavanda heimilanna sýnir vel hver stjórnar. Sigmundur leitar nú í örvæntingu að einhverju haldreipi í því máli sem augljóslega var aðalkosningamál framsóknar en allt kemur fyrir ekki. Fylgið flýr hraðfara og ómögulegt er að vita hvar það stöðvast. Ekki er að sjá að þó Sigmundi tækist að koma í veg fyrir að Vigdís Hauksdóttir yrði ráðherra að hann hafi verið nokkuð heppnari með utanríkis- og umhverfis- ráðherrana.
Nú skilst mér að búið sé að setja olíufund á stefnuskrá framsóknarflokksins. Sennilega er það ekkert vitlausara en hvað annað. Reyndar hef ég ekki mikla hugmynd um hvernig slíkir fundir fara fram. Kannski er það bara eins og hver annar húsfélagsfundur. Á þeim eina húsfélagsfundi sem ég hef setið um ævina var ákveðið að taka kettlingsgrey af lífi. Held samt ekki að olíufundur sé beinlínis hættulegur. Varasamt getur þó verið að setja hann á kosningastefnuskrá stjórnmálaflokks. En allt er hey í harðindum eins og þar stendur.
Þar fór það. Ég er alveg sannfærður um að Sigurður Líndal er ekki sá aumingi að geta ekki svæft allar tilraunir til að endurvekja stjórnarskrármálið. Einkum vegna þess að það er einmitt það sem íhaldsflokkarnir (framsókn og sjálfstæðis) ætla sér. Ef draumar súkkulaðidrengjanna rætast þá verður ekki minnst á þjóðaratkvæðagreiðslur eða stjórnarskrár allt kjörtímabilið.
Nú er ég búinn að fimbulfamba svo mikið um pólitík að þetta blogg er farið að hallast ískyggilega. Vonandi kviknar samt ekki í því. Þó snjólaust sé hér á Stór-Kópavogssvæðinu er orðið ansi kalt. Líklega er veturinn bara kominn. Bæði á almanakinu og í rauninni.
Á margan hátt er skákeinvígið milli Carlsen og Anands fyrsta alvöru skákeinvígið síðan 1972 þegar einvígi aldarinnar var haldið hér í Reykjavík. A.m.k. er það mitt mat. Ég hef nefnilega ekki fylgst almennilega með skák lengi. Þetta einvígi hefst fyrir alvöru á morgun (laugardag). Hins vegar hófst í dag Evrópukeppni landsliða í skák og á sinn hátt er það mót auðvitað a.m.k. jafnspennandi fyrir okkur Íslendinga.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.