2051 - USA

Undarlegt. Þegar ég er staddur í „úttlandinu“ hef ég sífelldar áhyggjur af því að skorkvikindi allskonar, einkum kakkalakkar, komi að næturlagi og ráðist á mig. Hér á Íslandi þar sem skordýraplágan er ekkert minni (a.m.k. á vorin og sumrin) hef ég aldrei neinar áhyggjur af þessu. Þar að auki eru öll skorkvikindi sem eru með íslenskan ríkisborgararétt miklu vinalegri og hættuminni. Ég er meira að segja á gamalsaldri farinn að líta á geitunga sem hverjar aðrar flugur. Ísbirnir hafa aldrei komist neitt í námunda við mig (nema í dýragörðum) M.a.s. í Fljótavík þar sem lifa sögur af slíkum dýrum gleymdi ég þeim algjörlega.

Stjórnvöld í Bandríkjunum, en einkum þó lögregla og stjórnendur hennar, vilja láta álíta sig stórhættulega. Það er samt óþarfi hjá SDG að apa það eftir þeim. Það getur vel verið að hann sé öfgamaður, en hættulegur er hann ekki. Þjóðrembingurinn er samt svipaður. USA hefur á margan hátt efni á honum, en Ísland ekki.

Á engan hátt er hægt að líta á Bandaríkin sem þjóðríki. Eiginlega ekki sem ríki eða land í neinum skilningi. Miklu fremur er það heil (eða hálf) heimsálfa. Sá kynflokkalegi hrærigrautur sem þar þríftst (og auðvitað að nokkru leyti í Canada einnig) inniheldur bæði það besta og versta sem mannkynið hefur uppá að bjóða. Almenn lífskjör eru þar með fádæmum góð. Samt er misskipting mun meiri en víðast annars staðar.

Bjarni frændi minn Harðarson sagði einhverntíma í Silfrinu hjá Agli að í raun væru allir Íslendingar framsóknarmenn eða kratar. Svipaða hugsun fannst mér ég greina hjá Þorvaldi Gylfasyni þegar hann talaði um opingáttarmenn og einangrunarsinna. Auðvitað er lítið að marka svona alhæfingar, en ég er samt þeirrar skoðunar að það afl sem sundurgreinir Íslendinga stjórnmálalega sé fyrst og fremst afstaðan til umheimsins og síðan afstaðan til Bandaríska eða Ameríska módelsins annarsvegar og þess sem ríkir á Norðurlöndunum eða Evrópu hinsvegar. Önnur lönd skipta okkur mun minna máli.

Stuttaraleg blogg eru best. Þá þurfa menn ekki að eyða löngum tíma í að lesa þau. Með þau sannindi í huga er ég að hugsa um að senda þetta út í eterinn.

IMG 4116Já, mikil hætta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband