2043 - Kristín Ingólfsdóttir

Kristín Ingólfsdóttir hefur staðið sig illa sem rektor Háskóla Íslands. Á hennar tíma hafa deilur orðið miklar. Nægir þar að benda á tvö mál: Bjarna Randvers málið og nú síðast stóra JBH-málið. Bæði þessi mál virðast við fyrstu sýn vera lítilvæg, en eru það sennilega ekki. Ég hef áður skrifað um JBH-málið og ætla ekki að endurtaka það hér. Skoðanir eru mjög skiptar um það mál og langflestir sem um það skrifa reyna að draga fram þær hliðar sem þeim finnst skipta mestu máli. Að mínum dómi fjallar það einkum um mannréttindi og Háskóla Íslands. Að öðru leyti vil ég helst ekki ræða það mál frekar. Um það og hinar ýmsu hliðar þess mætti samt auðvitað skrifa margar bækur.

Svo virðist Gylfi Ægisson ætla í einhvern einkabardaga við homma og gleðigöngur. Líst frekar illa á það hjá honum. Held að ein af ástæðunum fyrir miklu fjölmenni í gleðigöngunni svokölluðu sé vöntun á fjöri hér á norðurslóðum. Einnig er því ekki að neita að Íslendingar hafa greinilega mikinn áhuga á baráttu fyrir mannréttindamálum allskonar, þó aðferðirnar sem notaðar eru í því efni hugnist ekki ávallt öllum.

Ekki veit ég af hverju ég hef hirt eftirfarandi klausu, en ég fann hana áðan í einhverju dóti og set hana hér til uppfyllingar. Líklega er hún nokkurra vikna eða mánaða gömul, en allsekki eldri en það. Sennilega er þetta af DV. Sjálfur er ég ekki hræddur um að verða úthýst af Moggablogginu og nokkrum sinnum hefur Óskar kommentað á mitt blogg. Blogg hans hafa yfirleitt verið sérviskuleg nokkuð og undarleg. Ég hef öðru hvoru kíkt á það en ekki skoðað það neitt reglulega. Það er bara svo auðvelt að þagga niður í mönnum.

Þetta var vegna hvatningar minnar til íslensku þjóðarinnar vegna þessarar yfirgengilegu þolinmæði sem við sýnum með því að henda þessum þingmönnum ekki til hliðar sem hafa verið að kvelja okkur síðastliðin ár. Það á bara að taka þetta lið í pólitíkinni og berja það bara persónulega. Harðar aðgerðir, harðar aðgerðir - eins og búið er að leika þessa þjóð, fólk og fénað og mig. En barsmíðarnar eru bara fyrsta skref,“ segir Óskar Helgi Helgason, kaupmaður í Hveragerði og fyrrverandi bloggari á Mbl.is, sem hefur nú verið hent út af Moggablogginu fyrir að hvetja til ofbeldis gegn Alþingismönnum. Óskar Helgi hefur bloggað á Mbl.is undir heitinu Svarthamar frá árinu 2007.

Aðspurður hvort hann hafi verið að hvetja til ofbeldis gagnvart þingmönnum segir Óskar Helgi. „Já, svona léttra barsmíða.“ Óskar Helgi segist vera falangisti - ein gerð fasisma sem yfirleitt er nefndur í sömu andránni og einræðisherrann Francisco Franco á Spánni. „Við úti á hægri brúninni getum teygt okkur yfir til kommúnistanna." Óskar Helgi segir að hann hafi verið að hvetja til þess að allir þingmenn þjóðarinnar myndu sæta barsmíðum. „Þau öll, 63, allir þingsetar en í mismunandi mæli þó eftir ábyrgð. Ætli þeir Sigmundur Davíð og Bjarni beri ekki mesta ábyrgð.“

Óskar Helgi er ósáttur við að hafa verið hent út af Moggablogginu og telur sakirnar ekki vera miklar. Hann segir þó að fleiri sem hann þekkir hafi verið hent út fyrir „minni sakir“: „Ég er ekkert sá eini í þessari stöðu sem hefur verið hent út fyrir að segja skoðanir mínar, aðrir hafa lent í því fyrir minni sakir.“

Bloggsíðan Svarthamar eru ekki lengur til á vef Morgunblaðsins, ekki heldur eldri færslur Óskars Helga.

IMG 4002Já, þau eru uppstoppuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband