2023 - Aron Aronsson

Nú er verslunarmannahelgin liðin og sumarið að verða búið. Vonandi verður haustið okkur gott. Sumarið er eiginlega ekki búið að vera það. Margt hefur samt gengið vel. Í heildina hefur veðrið alls ekki verið vont. A.m.k. ekki verra en alltaf má búast við. Kaldara og vætusamara en verið hefur undanfarin ár samt.

Mikið djöfull er gott að geta rekið við. Það er lítið mál að sætta sig við fýluna sem á eftir kemur. Hún er líka svo fljót að dreifa sér. Ef maður þarf nauðsynlega að gera það í hóp þá lítur maður vorkunnaraugum á næsta mann og segir bara: „Við skulum láta eins það hafi verið ég.“

Sá sem finnur upp lítið og þægilegt tæki sem getur komið i staðinn fyrir allar þær fjarstýringar sem núoðið finnast á flestum heimilum verður áreiðanlega ríkur maður. Skilst að nú í seinni tíð sé reynt að koma þessu í snjallsímana, en hugsanlega er það ekki það sniðugasta. Snjallsíminn fylgir yfirleitt eiganda sínum, en margir fleiri gætu t.d. þurft að horfa á sjónvarpið.

Merkilegt með mannanöfn. Einu sinni var allt fullt af Reynirum. (Eða á maður kannski að segja Reynum)  Nú rekst maður kannski á eina og eina Reynisdóttir eða Reynisson en aftur á móti er allt vaðandi í Aronum og varla hægt að þverfóta fyrir þeim. Sérstaklega er þetta slæmt í fótboltanum. Ekki ætla ég samt að skipta um nafn. Heiti bara Ólafur Ragnar og er ánægður með það. Allavega er enginn annar forseti sem heitir það.

Nú er bara farið að verða dimmt á nóttunni. Taldi sjálfum mér trú um að ekki lægi á að laga ljósið hér í herberginu. Hingað til hefur það aðallega valdið því (ollið eða ollað) að ég þarf að fara með fyrra fallinu að sofa. Þegar ég vakna er venjulega orðið skellibjart.Nú lenti ég afturámóti í því að verða andvaka um miðja nótt og það er ekki einu sinni lampi í herberginu. Götuljósin virka samt alveg og svo kemur heilmikil birta frá tölvuræksninu.

Það er af sem áður var. Nú er hærisinnaðasta fólkið yngra en áður. Hægri sinnaðasta fólkið er það yngsta. Það eru gamlingjarnir sem eru róttækastir. Þeir vilja umbylta öllu. Unga fólkið kýs öryggið fyrir sig og sína. Áður fyrr var þetta ekki svona. Þeir elstu vildu engu breyta. Voru íhaldssamari en andskotinn. Ef gera átti byltingu var það gert með öfugum klónum, samanber Bjart í Sumarhúsum. Dóri í Laxnesi gerði líka stólpagrín að honum. Grínagtugustu persónurnar sem hann skapaði voru samt Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir Hávarsson. Nú er ég að komast á jarðsprengjusvæði, svo það er best að fara að þegja.

Margir vilja meina að Samfylkingin hafi í raun lagt sjálfa sig niður með því að bregðast ekki á neitt hátt við þegar auljóst var að hennar biði mikill ósigur í kosningum þeim fram fóru á Íslandi síðastliðið vor. Sú er ekki raunin. Ég á fastlega von á þvi að gamla Samfylkingin muni ná sér á strik aftur. Hvort það verður strax í næstu kosningum eða kannski eitthvað seinna get ég ekki sagt um. Það fer líka eftir því hvenær framsóknarflokkurinn sér og skilur að hlutverki hans í ísleskum stjórnmálum er endanlega lokið. Ég er ekki í neinum vafa um að þessi Sigmundardýrkun sem núna heldur framsóknarflokknum saman muni dala mjög á næstunni. Sjálfgræðisflokkurinn mun bjarga sér á hundasundi aftur með skipinu og kannski taka saman við leyfarnar af vinstri grænum og samfylkingunni.

IMG 3545

Allt er vænt sem vel er grænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband