1997 - Umfangsmesta nefndarskipunaraðgerð í heimi

Nei, ég held ekki. Vil samt ekki vera að fjölyrða mikið um það núna. Kannski kemur eitthvað útúr þessu um síðir. Sigmundur Dvíð má halda það sem hann vill um þetta.

Svanur Gísli skrifar um kattafárið í Kópavogi. Það er eitthvað meira fyrir mig. Er ég þó kattlaus maður eins og er, en Sigurður Þór á eflaust eftir að segja eitthvað um það. Allir kettir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni eru mér minnisstæðari en hundarnir. Þessvegna er ég sennilega kattamaður eftir bloggskilgreiningum. Kettir skiptast að mínu viti einkum í inniketti og útiketti. Auðvitað veiða útikettir, það er bara í eðli þeirra. Ég hef bæði séð ketti veiða fugla og mýs. Mýsnar verða svo hræddar ef þær sjá kött að þær verða alveg máttlausar. Útiketti ætti aldrei að reyna að gera að inniköttum. Ef innikettir eru orðnir dálítið stálpaðir þegar þeir eru gerðir að útiköttum má alveg hafa góða stjórn á þeim. Eins og er með öll gæludýr er talsverð fyrirhöfn að hugsa vel um þá og láta þeim líða vel. Vanræktustu kettirnir eru oftast þeir sem fullorðið fólk gefur börnum og ætlast til að þeir sjái um sig sjálfir að mestu. Slíkt gengur ekki í borgum eða bæjum og þannig myndast villikettir sem eru hin mesta plága. Veit þó ekki til að meira sé um þá í Kópavogi en annarsstaðar.

Alla lausagöngu gæludýra ætti skilyrðislaust að banna. Sjaldan ráðast kettir samt á fólk en þeir veiða fugla og skíta í sandkassa og blómabeð og eru almennt til leiðinda fyrir suma að því er virðist, ef þeir eru mikið útivið og ferðast að ráði utan síns heimagarðs. Um hunda fjölyrði ég ekki. Auðvitað eru fuglar í rauninni bara fljúgandi rottur eða mýs, en flestum virðist líka heldur vel við þá.

Konan mín er búin að samþykkja að ég komi mér upp greiðu. Það dugir ekki lengur að nota bara puttana til að reyna að hagræða þessum hárlufsum sem enn eru til staðar. Tala ekki um skeggið. Auðvitað mundi ég renna greiðunni stöku sinnum í gegnum það ef ég ætti slíkt undratæki.

Við skulum róa á selabát
fyrst við eru fjórir.
það eru bæði þú og ég
stýrimaður og stjóri.

Tveir eiga að setjast flötum beinum á gólfið, spyrna saman fótum, taka saman höndum og rugga sér aftur og fram meðan fyrrgreind vísa er höfð yfir. Gjarnan hvað eftir annað. Þennan leik kenndi mamma mér þegar ég var smápatti. Samt er þetta alveg rígfast í minninu. Sama má segja um að rífa ræfil upp af svelli og flá kött (sem var nú frekar erfitt) og kannski margt fleira ef maður mundi einbeita sér slíkri upprifjun.

IMG 3379Hættuleg gönguleið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband