30.6.2013 | 01:51
1997 - Umfangsmesta nefndarskipunaraðgerð í heimi
Nei, ég held ekki. Vil samt ekki vera að fjölyrða mikið um það núna. Kannski kemur eitthvað útúr þessu um síðir. Sigmundur Dvíð má halda það sem hann vill um þetta.
Svanur Gísli skrifar um kattafárið í Kópavogi. Það er eitthvað meira fyrir mig. Er ég þó kattlaus maður eins og er, en Sigurður Þór á eflaust eftir að segja eitthvað um það. Allir kettir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni eru mér minnisstæðari en hundarnir. Þessvegna er ég sennilega kattamaður eftir bloggskilgreiningum. Kettir skiptast að mínu viti einkum í inniketti og útiketti. Auðvitað veiða útikettir, það er bara í eðli þeirra. Ég hef bæði séð ketti veiða fugla og mýs. Mýsnar verða svo hræddar ef þær sjá kött að þær verða alveg máttlausar. Útiketti ætti aldrei að reyna að gera að inniköttum. Ef innikettir eru orðnir dálítið stálpaðir þegar þeir eru gerðir að útiköttum má alveg hafa góða stjórn á þeim. Eins og er með öll gæludýr er talsverð fyrirhöfn að hugsa vel um þá og láta þeim líða vel. Vanræktustu kettirnir eru oftast þeir sem fullorðið fólk gefur börnum og ætlast til að þeir sjái um sig sjálfir að mestu. Slíkt gengur ekki í borgum eða bæjum og þannig myndast villikettir sem eru hin mesta plága. Veit þó ekki til að meira sé um þá í Kópavogi en annarsstaðar.
Alla lausagöngu gæludýra ætti skilyrðislaust að banna. Sjaldan ráðast kettir samt á fólk en þeir veiða fugla og skíta í sandkassa og blómabeð og eru almennt til leiðinda fyrir suma að því er virðist, ef þeir eru mikið útivið og ferðast að ráði utan síns heimagarðs. Um hunda fjölyrði ég ekki. Auðvitað eru fuglar í rauninni bara fljúgandi rottur eða mýs, en flestum virðist líka heldur vel við þá.
Konan mín er búin að samþykkja að ég komi mér upp greiðu. Það dugir ekki lengur að nota bara puttana til að reyna að hagræða þessum hárlufsum sem enn eru til staðar. Tala ekki um skeggið. Auðvitað mundi ég renna greiðunni stöku sinnum í gegnum það ef ég ætti slíkt undratæki.
Við skulum róa á selabát
fyrst við eru fjórir.
það eru bæði þú og ég
stýrimaður og stjóri.
Tveir eiga að setjast flötum beinum á gólfið, spyrna saman fótum, taka saman höndum og rugga sér aftur og fram meðan fyrrgreind vísa er höfð yfir. Gjarnan hvað eftir annað. Þennan leik kenndi mamma mér þegar ég var smápatti. Samt er þetta alveg rígfast í minninu. Sama má segja um að rífa ræfil upp af svelli og flá kött (sem var nú frekar erfitt) og kannski margt fleira ef maður mundi einbeita sér slíkri upprifjun.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.