28.6.2013 | 21:14
1996 - RUV
Ég hef tekið eftir því að undanförnu þegar ég er að senda blogg upp á Moggabloggið þá uppfærist það ekki alveg strax. Stundum líða svona 3 til 4 mínútur. Hef velt fyrir mér hvort þetta sé einhver næturstilling því oft gengur þetta glimrandi vel og allsekkert stopp er. Þetta gerir mér svosem ekkert til, en ég get þurft að bíða smávegis því ég þori ekki að auglýsa bloggið á fésbókinni fyrr en greinin hefur birst á réttum stað. Þetta er nú eiginlega það eina sem ég get fundið að því að blogga á Moggablogginu. Jú, einhverjir hafa kvartað undan því að sífellt verði erfiðara að finna bloggið á mbl.is síðunni. Vandalaust ætti að vera fyrir þá sem hugsa sér að koma aftur að setja bloggið í bookmark eða eitthvað. Sumir vilja líka líta á það sem einhverskonar pólitískt statement hvar bloggað er. Ekki finnst mér það.
Ríkisstjórnin vill koma böndum yfir Ríkisútvarpið. Menntamálaráðherra hefur flutt um það tillögu á alþingi. Sérstaklega hugsa ég að þeir vilji þagga niður í sjónvarpsfréttamönnunum. Það mál ásamt afslættinum á veiðileyfagjaldinu gæti orðið stjórninni þungt í skauti. Fyrrverandi ríkisstjórn virtist stundum hikandi mjög. T.d. hefði vel verið hægt að stöðva málþóf sem beint var gegn henni. Það mátti samt ekki. Núverandi stjórn er mun líklegri til að beita slíku valdi. Þeim meðölum kann vel að verða beitt, jafnvel á yfirstandandi sumarþingi.
Ég horfi stundum á sjónvarp frá alþingi. Það getur verið fróðlegt en oft er það hundleiðinlegt. Þó ég hafi oftast gaman af að nefna nöfn ætla ég ekki að gera það að þessu sinni. Mér finnst einfaldlega að ef menn eru illa kvefaðir eigi þeir ekki heima í ræðustól alþingis. Óáheyrilegt mjög er að hlusta á sífelldar ræskingar og nefsog meðan fyrirfram samin ræða er lesin með erfiðleikum. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að það sé dónaskapur að sjúga upp í nefið svo aðrir heyri.
Skógarþröstur í sjálfheldu, var fyrirsögn í blaði sem ég las áðan hér á netinu. Nennti ekki að lesa alla fréttina. Á hverjum degi villast tugir eða hundruð smáfugla hér á Íslandi inn í gróðurhús eða önnur hús. Þegar ég var unglingur vann ég í gróðrarstöð. Það kom fyrir næstum daglega að smáfuglar villtust inn í gróðurhús þar og komust ekki út aftur. Að ná þeim var mjög einfalt. Aðeins að elta þá í smástund og þá urðu þeir svo þreyttir að þeir gátu ekki lengur flogið og auðvelt var að handsama þá og hjálpa út aftur.
Úr nærfataverslun. (sennilega á Þorláksmessu). Viðskiptavinur ætlar að kaupa brjóstahaldara á konu sína en veit ekki alveg um rétta skálastærð.
Afgreiðslukona: Já einmitt það. Hvað ætli brjóstin á henni séu stór? Eins og melónur?
Viðskiptavinur: Neei, ætli það.
Afgreiðslukona: Eins og appelsínur þá?
Viðskiptavinur: Neei, varla.
Afgreiðslukona: Eins og epli, Kannski?
Viðskiptavinur: Neei, það held ég ekki?
Afgreiðslukona: Sítróna?
Viðskiptavinur: Nei.
Afgreiðslukona: En egg?
Viðskiptavinur: Já, spælegg.
Eiginlega er þetta Internet hrútleiðinlegt.
Nú, eru hrútar þá leiðinlegir?
Ég sagði það ekki. En hefurðu séð hrútaberjalyng?
Nei, af hverju ættu þeir að berja það?
Erpulsakum?
Já, auðvitað er púls á þeim.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.