12.6.2013 | 23:56
1980 - Lúxustangi
Margt má gott um fésbókina segja þó ég sé sífellt að hallmæla henni. Ætli ég endi ekki með því að fara að kalla hana fasbók, einsog bæði Sigurður Þór og Páll Berþórsson vilja. Þar er til dæmis orðhengillinn. Líklega er það sú málfræðileiðbeiningarstöð sem ég nota einna mest. Um daginn var verið að ræða þar um greini og eignarfornöfn ásamt ýmsu fleiru. Bíllinn minn, mitt nef o.s.frv.
Ætli það sé ekki það sem útlendingar flaska oftast á að nota ýmislegt í því sambandi öðruvísi en vant er á því svæði sem verið er á. Mér finnst það eitt af einkennum íslenskunnar hve orðaröðin er frjálsleg. Man að þegar ég tók landspróf var verkefnið í bragfræðinni að segja til um í hvaða röð eftirfarandi orð ættu að vera í byrjun vísu svo bragfræðireglum væri fylgt: Skipta sínum skerfi mátti.
Annars var það ekki þetta sem ég ætlaði að segja. Ég er alltaf dálítið snokinn fyrir íþróttamáli. Þegar sagt er í lýsingum (til að vinna tíma) markvörðurinn spyrnir nú frá marki sínu, fer ég ætíð að hugsa um að eignarfornafninu sé algerlega ofaukið. Ef hann spyrnti frá marki andstæðinganna væri það óneitanlega sögulegt.
Vísur eru mér hugleiknar. Í einhverri rímu er eftirfarandi vísa:
Greiddi upp trýnið gluggasvín
greitt að hnefabragði.
Sverðarunn tók sér í munn
og saman aftur lagði.
Ég get aldrei munað hvað rímnahættirnir heita, en þetta er töluvert dýrt kveðið. Eins get ég aldrei munað eftir hvern vísurnar eru, sem ég kann. Þetta gæti þó verið eftir Sigurð Breiðfjörð. Það segi ég bara vegna þess að ég veit að hann orti rímur (Númarímur) og Jónas Hallgrímsson hallmælti honum. Þetta gæti sem best verið gátuvísa og ráðningin væri þá að maður bankaði á dyr og opnað væri fyrir honum og lokað aftur.
Mikið er rifist um það hver hafi rekið hvern og af hverju einhvern tíma í fyrndinni. Einkum virðist nú vera horft til Stöðvar 2 af því tilefni. Þetta var áður fyrr og er kannski enn fjölmennur vinnustaður og upplýsingar af þessu tagi eru núna hrein sagnfræði. Kannski ætti ég að reyna að rifja upp ýmislegt þaðan. Sumir sjá allt með pólitískum gleraugum. Ég fullyrði að ekki var litið sömu augum á uppsagnir í gamla daga og margir gera nú. Uppsögn getur verið til bóta fyrir báða aðila og er það oft.
Á heimleiðinni frá Akureyri um daginn datt mér í hug efst í Norðurárdalnum eða jafnvel á Holtavörðuheiðinni sjáfri að rifja upp nokkur myndræn heiti yfir fáeina bæi í Borgarfirðinum sem ég hafði einhverntíma búið til. Þau gerðu nokkra lukku og styttu okkur svolítið stundirnar. Þessum man ég eftir:
Strákatalfæri = Sveinatunga; Bognibrestur = Svignaskarð; Efri stofur = Uppsalir: Luxustangi = Munaðarnes o.s.frv.
Að frátöldum skuldamálunum er flugvallarmálið kannski það heitasta um þessar mundir. Svo vill til að ég er því hlynntur að leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Borgaryfirvöldum og ríkisstjórn kemur alls ekki saman um það mál. Báðir aðilar virðast ætla að þumbast sem mest við í von um að tíminn vinni með þeim. Eflaust verður tekist á um það mál af talsverðri tilfinningu í borgarstjórnarkosningunum næsta sumar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.