1979 - The invisible gorilla

Svo mikill hefur hamagangurinn veriđ í maílok ađ 40 manna gestakoma sést varla á súluritinu hjá Moggablogginu núna. (Já, ég minntist víst á Vigdísi Hauksdóttur ţá) O, jćja, ćtli ţađ verđi ekki ađ vera í lagi. Var ađ enda viđ ađ lesa Dalsmynnisbloggiđ og ţađ var  eins og venjulega hressilegt og gott. Enginn barlómur og aumingjaskapur ţar. Veđriđ er sćmilega ţurrt núna og e.t.v. er sumariđ sjálft loksins ađ koma. Einhverjum finnst ţađ víst vera á seinni skipunum, en mér er alveg sama bara ef nokkrir hlýjir sólardagar koma.

Í stórum dráttum er eiginlega allt ómark sem ekki er á netinu. Vorkenni nćstum ţví aumingja dagblöđunum sem streitast viđ ađ selja afurđir sínar, sem ekki eru sérlega merkilegar samanboriđ viđ allt ţađ sem fá má á netinu fyrir ekki neitt. Hef sagt ţađ áđur og segi ţađ enn ađ ţađ er eiginlega hrein guđsblessun ađ fá ekki fréttablađiđ á hverjum degi ţví ţá mundi blađakassinn vera fljótur ađ fyllast. Eins og nú er tekur hann furđu lengi viđ, ţví fátt annađ fer í hann en bćklingarusl sem kemur međ póstinum.

Líklega hef ég lengi ort vísur. Ţó lét ég ţađ ekki mikiđ í ljós á Bifröst, en eftir ađ ég kom ţađan sendum viđ hvorir öđrum ljóđabréf Ţórir E. Gunnarsson og ég. Eflaust hefur ţar veriđ mikill og vandađur leirburđur. Eftirfarandi vísa kom „óforvarendis“ (líklega dönskusletta) upp í hugann rétt áđan og hefur sennilega veriđ ort til konunnar minnar ţegar ég hef veriđ á leiđinni ađ heimsćkja hana á fćđingardeildina. Líklega hefur Benni veriđ nýfćddur ţá.

Í strćtó um bćinn ég bruna
bölvandi sjálfum mér.
Fyrir ađ muna ekki ađ muna
maltextrakt handa ţér.

Ţađ sem sendi mig á ţá braut ađ muna eftir ţessu snilldarljóđi (ehemm) var ađ Árni Bergmann minntist á malt í fésbókarfćrslu sem ég var ađ enda viđ ađ lesa.

Einhverjir (margir) hafa haldiđ ţví fram ađ vani sé ađ afgreiđa stjórnarskrárbreytingar í mikilli sátt. Svo er ekki. Ţó ég sé ekki nema rúmlega sjötugur man ég vel eftir stjórnarskrárbreytingunni 1959. Hún var aldeilis ekki afgreidd í neinni sátt, heldur beinlínis gerđ til höfuđs framsóknarflokknum enda hafđi hann hann hagnast allra flokka mest á misjöfnu vćgi atkvćđa. Auđvitađ man ég ekki eftir eldri stjórnarskárbreytingum.

Eftir 1959 hafa allar stjórnarskrárbreytingar veriđ minniháttar hvađ vćgi atkvćđa, stjórnskipan lýđveldisins o.ţ.h. snertir og ţingflokkum gengiđ nokkuđ vel ađ komast ađ samkomulagi um orđalag. Ef misvćgi atkvćđa vćri endanlega afnumiđ mundi framsóknarflokkurinn ađ sjálfsögđu tapa verulega.

Vćgi atkvćđa er alls ekki ţađ eina sem máli skiptir varđandi stjórnarskrá, en vissulega ţađ sem ţingflokkarnir hafa átt erfiđast međ ađ koma sér saman um. Nú eru ţađ kannski auđlindamálin sem erfiđust yrđu. Ađ sjálfsögđu á ţjóđin ein ađ ráđa ţessu. Alţingi kemur stjórnarskráin lítiđ viđ.

Ef alţingi á annađ borđ sćttir sig viđ ađ deila valdi sínu til breytinga á stjórnarskránni međ ţjóđinni (í ţjóđaratkvćđagreiđslum), ţá er hentugast ađ drífa í ţví. Fulltrúar sjálfstćđisflokksins hafa ţó rétt fyrir sér í ţví ađ ekki liggur nein lifandis skelfing á ţví ađ koma splunkunýrri stjórnarskrá um alla mögulega hluti í gagniđ. Betra er ađ vanda sig viđ ţađ verk. Margt í ţví uppkasti sem stjórnlagaţingiđ lagđi fram er anski tilraunakennt og alls ekki víst ađ ţađ ţróist á ţann hátt sem vonast er til.   

Ađ stórum hluta er stjórnarskráin umgerđ um störf alţingis og skilgreining á ţeim. Svipađ má segja um forseta lýđveldisins. Stjórnarskráin hlýtur óhjákvćmilega ađ fjalla um hlutverk hans. Óheppilegt er til framtíđar ađ hann ráđi ţví einn hvert hlutverk hans er.

Minntist á „the invisible gorilla“ í blogginu mínu um daginn. Mér er frekar illa viđ youtube eins og flest vinsćlustu fyrirbrigđin hjá öđrum. Ţessvegna linka ég ekki beint í ósýnilegu górilluna en vil samt hvetja alla til ađ leita ađ henni á youtube. Ţar er manni sagt ađ telja vandlega sendingar körfuboltaliđs og ţá sér mađur ekki górillu sem kemur samt fram á skjánum. Ţetta sýnir glögglega ađ mađur getur ekki treyst sínum eigin skynfćrum.

Hversvegna ćtti mađur ţá ađ treysta öđrum? Ég er ekkert sérstaklega ađ tala um Sigmund Davíđ Gunnlaugsson međ ţessu heldur frekar ţađ hvort í raun sé nokkru ađ treysta. Ţónokkuđ margir vilja bendla SDG viđ sjónhverfingar og blekkingar, en mér finnst ţađ óviđeigandi. Auđvitađ blekkja stjórnmálamenn ef ţeir mögulega telja sig geta. Ţessvegna kaus ég pírata. Ţeir vilja ađ allt sé uppi á borđum og ónauđsynlegum hlutum sé ekki haldiđ leyndum. Fólk er heldur alls ekki fífl og ţađ er bara hroki ađ halda slíku fram.

Líklega hefur núverandi stjórnarandstađa ekki gert sér grein fyrir ađ sumarţing yrđi haldiđ. Ţađ er engin sérstök ástćđa til ţess. Líkurnar til ţess ađ ţetta sumarţing hafi eitthvađ ađ segja fyrir stöđu stjórnarskrármála eru hverfandi.

IMG 3239Verndum gatiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband