1978 - Stjórnmál á mánudegi og fleira

Eins og ég hef áður sagt gengur mér oft best að skrifa eftir að vera nýbúinn að setja eitthvert skrifelsi á vefinn. Af hverju þetta er skil ég alls ekki. Reyni það ekki einu sinni.

Margt í pólitíkinni er fremur hlægilegt þessa dagana. Held ég gefi henni frí. Vísa bara í það sem ég hef áður skrifað um þá vitlausu tík. Það er einhver hundur í henni. Engar atkvæðagreiðslur eða neitt yfirvofandi. Borgarstjórnarkosningarnar næsta sumar eru svo langt inni í framtíðinni að menn er ekki komnir í stellingar fyrir þær. Ef ekki verður af þeim, þá er ég farinn.

Sýnist að í ráði sé að leggja niður umhverfisráðuneytið og taka í staðinn upp fullveldisráðuneytið. Þar verður ráðherra framsóknarmaðurinn gamli og Möðruvellingurinn ÓRG. Nei annars, þetta er ekkert fyndið. Allir eiga kröfu á því að fá að vera í friði fyrstu daga sína í embætti. Sigmundur Davíð sem aðrir.

Það var séra Árni Pálsson í Söðulsholti sem plataði mig til að gerast prófdómari við Laugargerðisskóla. Þess vegna er ég alltaf svona súr á svipinn. Það lífgar lítið uppá mig þó mér sé sagt að Árni Páll, formaður samfylkingarinnar sé sonur hans eða að Katrín Jakobsdóttir stundi það að saga sundur fólk, eins og konan mín gerði einu sinni á Alþýðubandalagsskemmtun.

Já, þetta er kallað „name-dropping“ á ensku og er nokkuð sem flestir stunda ef þeir geta með nokkru móti og eru ekki „household name“ af eigin frægð.

Í gamla daga (þ.e.a.s. í fornöld) vorum við Áslaug ákaflega tæknilega sinnuð og áttum einhvern forláta síma þar sem hægt var að forrita símanúmer o.s.frv. Þetta var samt fyrir daga farsímanna, en tortryggi mín í þeirra garð stafar kannski af þessu. Við stóðum nefnilega eitt sinn uppi í útlandinu án þess að hafa nothæft símanúmer í kollinum. Fyrir einhverja slembilukku tókst okkur þó að rifja upp eitt símanúmer og veiddum svo hin uppúr fólki án þess að láta mikið á því bera.

Fór í smágöngutúr í morgun (sunnudag). Á ljósastaur við Kringlumýrarbrautina sátu tveir svartir rigningarfuglar (sbr. hverafuglar) Þeir hreyfðu sig ekki vitund en virtust vera að bíða eftir uppstyttunni. Hún kom ekkert svo ég fór heim. Kannski voru þetta bara hrafnar. Skógarkerfillinn hefur hækkað um svona hálfan metra síðan í gær. Ánamaðkarnir teygðu vel úr sér í vætunni og mikið andskoti voru þeir langir að sjá á gangstígunum. Hugsanlega voru þeir samt glorhungraðir og leið ekkert vel. Sá heldur ekkert sérstaklega vel sjálfur því ég tók af mér gleraugun. Þar var allt í dropum en vinnukonurnar fyrir innan þau (augnalokin) voru miklu betri.

IMG 3226Til hægri, snú.


mbl.is Óvenjulegt tómstundagaman formanns VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband