1973 - Ómar og Jónas

Þó ég skrifi á Moggabloggið er ég talsvert vinstrisinnaður. Það finnst mér alla vega. Jónas Kristjánsson og Ómar Ragnarsson eru mínir gúrúar. Vinstrimennskan getur þó hæglega orðið svolítið hættuleg líka og því passa ég mig svolítið á þeim allra róttækustu.Öfgamenn eru á báðum jöðrum. Báðir eru þeir Jónas og Ómar orðnir talsvert ellimóðir (eins og ég) Samt virðist unga kynslóðin ætla að fylgja þeim nokkuð, því hún er ekki haldin þeirri firru að náttúran skipti engu máli. Hún skiptir kannski ekki jafnmiklu máli og hennar æstustu fylgismenn halda fram, en máli samt. LÍÚ heldur dauðahaldi í það forskot og þann auð sem fiskveiðistjórnunarkerfið hefur fært félagsmönnum þar á umliðnum áratugum. Sama má að ýmsu leyti um bankana segja. Þar hugsa þeir sem stjórna greinilega meira um að raka saman peningum en að þjóna viðskiptavinunum.

Von mín er sú að það nýja fólk sem kemur inn á alþingi núna breyti þinginu talsvert. Sumarþingið verður að líkindum einkum notað sem einhvers konar vinsældastökkpallur fyrir hina nýju miðju sem augljóslega hefur færst allmikið til hægri þó framsóknarflokkurinn standi eflaust gegn brjáluðustu hugmyndum öfgahægrisins. Sumir þar heimta jafnan ákveðin dæmi til að rökstyðja mál sem þeir skilja ekki.

Svo ég haldi nú áfram persónulegum árásum einsog bloggarar eiga víst að gera, þá virðist mér að Vigdís Hauksdóttir hafi á einhvern hátt séð það fyrir að Árni Johnsen myndi detta út af þingi. Ekki svo að skilja að hún hafi verið sú eina. Ég er bara að reyna að gefa eitthvað í skyn.

Í stjórnarmyndunarviðræðunum var eina ráðið sem Sigmundur Davíð hafði til að töfra Bjarna uppúr skónum og verða forsætisráðherra, að bjóða honum að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðherra en Framsóknarflokkurinn. Til þess þurfi að sjálfsögðu að gera Vigdísi óleik en það var Sigmundi ósárt um. Vandamálin eru óleysanleg og ekki mun líða á löngu þar til skoðanakannanir verða ríkisstjórninni óhagstæðar.

Reykingar eru mörgu fólki leið til að sætta sig við tilveruna eins og hún er. Vandræðin eru einkum fólgin í því að tóbak er eiturlyf sem erfitt er að hætta með öllu að nota. Sykur er eiturlyf líka. Gallinn er bara sá að enn erfiðara er að hætta með öllu að nota hann. Líkaminn býr hann bara til sjálfur ef ekki vill betur. Að samræmi sé á milli orkunotkunar og matarneyslu er grundvallaratriði. Þó ég sé góður í mörgu er mér þó líklega ofraun að ráðleggja fólki í megrunarmálum, svo hlaupa má yfir þetta. Mín kenning er sú að ef góður matur verður of ódýr sé voðinn vís.

Ég er ekki fésbókarfræðingur, þó ég sé sífellt að tjá mig um það fyrirbrigði. Greinilega nota margir hana fullmikið. Því í rauninni er hún bara afar lítill hluti af netinu en vísar þó á margt sem mjög gott er. Bloggið er reyndar líka alveg ágætt, þó margir séu búnir að gleyma því.

IMG 3195Eldiviður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér. Bloggið er ennþá góður vettvangur fyrir ólíkar skoðanir.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested 2.6.2013 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband