1968 - Pynta Íslendingar?

Fyrstu skref hins nýja forsætisráðherra eru alls ekki eins slæm og andstæðingar hans munu eflaust vilja vera láta. Samskipti hans við alþingi eru næsti prófsteinninn. Þar verður væntanlega hart sótt að honum. Svo hart að Bjarni greyið mun gleymast. Að halda spilunum fast upp við sig í öllum aðdraganda ríkisstjórnarmyndunarinnar var nokkuð sem Bjarni þurfi sárlega á að halda. Honum hefur nú tekist að herða tök sín á formannsembættinu og sókn Hönnu Birnu í þann stól hefur beðið nokkurn hnekki. Hugsanlegt er jafnvel að hún hafi misst af tækifærinu með öllu.

Að gefið skuli í skyn að Íslendingar stundi pyntingar er mikil skömm. Vonandi byggist það á einhverjum misskilningi, en ef ekki þarf að lagfæra það strax. Þar duga engin undanbrögð. Margrét Frímannsdóttir getur ekki skotið sér undan ábyrgð í því máli. Fangelsismálastjóri þarf líka að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það er með öllu óþolandi að sitja undir þessu. Óheppilegt að þetta mál skuli koma upp einmitt núna en það er þó engin afsökun að einmitt sé verið að skipta um ríkisstjórn og vafalaust þarf atbeina ráðherra í þessu máli.

Ríkisstjónvarpið hagar sér oft eins og það sé ríki í ríkinu og er það óheppilegt. Kastljósið og fréttirnar er líklega það eina sem allir fylgjast með af athygli. Dómar fólks eru oftast samhljóða dómi fréttamanna þar. Stundum eru dómarnir þó kveðnir upp án mikillar umhugsunar. Jafnvel rangir. Sjónvarpið ber þó af öðrum fréttamiðlum. Ef bryddað er á nýju máli í kastljósi og fréttum er eins víst að ríkistjónin taki það þannig að verið sé pota í sig og reynir að gera eitthvað. Ég mun reyna að láta ríkisstjórnina njóta sannmælis og ekki gagnrýna hana að óþörfu.

Auðvitað snýst blogg auðvitað fyrst og fremst um það að finna að sem flestu. Það er líka hundleiðinlegt að þurfa alltaf að gera það. Ef bara væri skrifað hér um eitthvað gott og fallegt en ekki minnst á það ljóta og misheppnaða mundi varla nokkur maður nenna að lesa þetta.

„Antabus fæst í heildsölu hjá Gísla.“ Þetta er setning sem ég man af einhverjum ástæðum eftir að hafa séð á prenti fyrir langa löngu. Kannski hefur þetta verið í Speglinum sáluga og hugsanlega í vísu eða kvæði þar. Ég var slæmur með að læra allskyns vitleysu sem ég rakst á þar. Þetta leiðir hugann að því hvað það getur verið vafasamt að setja mannsnöfn á prent eða fyrir allra augu. Hvaða Gísli var þetta t.d.? Ég man að ég reiknaði með að þetta væri Gísli Sigurbjörnsson á Grund m.a. vegna þess að hann var orðlagður bindindismaður. Það er samt ekkert víst að það hafi verið átt við hann. Antabus er líka úrelt þing að ég held. Minnir að ég hafi heyrt að miklu betra lyf væri komið núna til sögunnar. Allskonar svona brot sem sum hver hafa kannski einhverja sagnfræðilega þýðingu brjótast stundum um í höfðinu á mér og blogg er alveg tilvalinn vettvangur til að láta þetta frá sér á.

Fordómar eru mjög algengir. Engir eru með öllu lausir við þá. Oft eru þeir nauðsynlegir og alveg skaðlausir. Stundum eru þeir nálægt því rétta. Oft líka hræðilega vitlausir. Hjálpa manni stundum til að komast að niðurstöðu. Hjá flestum hafa fordómar neikvæða merkingu. Svo ætti ekki að vera ef farið væri eftir orðanna hljóðan. Nauðsynlegt er að geta dæmt um eitthvað (hvað sem er) án mikillar athugunar. Er það ekki einmitt fordómar að dæma um eitthvað án þess að þekkja það?

IMG 3175Steinn (Bollason?)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fangelsismálastjóri var nú bara með skæting út í nefndina varðandi þetta mál. Hann hugsar bara um að verja sjálfan sig og fangelsisyfirvöld. Ég legg til að bæði hann og Fangelisstjórinn fái að kenna á sömu meðferð og fanginn. Ef það er honum bjóðandi ætti það að vera þeim bjóðandi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2013 kl. 23:32

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessi frétt um "meintar" pyntingar er örugglega slitin úr samhengi eins og svo margt annað í fréttamatreiðslunni. Hins vegar er örugglega rétt að þeir mættu fá betri sálgæsluþjónustu en á tímum niðurskurðar verða yfirvöld að forgangsraða. Ekki satt? Ætli við séum ekki sammála um að barnasálgæsla ætti að njóta meiri forgangs en þjónusta við dæmda glæpamenn? Persónulega finnst mér fangar bara hafa það fínt. Og fangar í öryggisfangelsinu á Sogni geta meira að segja stundað háskólanám þar í fjarnámi á kostnað okkar skattborgaranna. Og eigum við að tala um nýja fangelsið á Hólmsheiði? Fangelsi sem minnir reyndar meir á hvíldarinnlögn en refsivist. Nei það er sko ekki farið illa með þessa glæpamenn hér. Og það er ekki yfirmönnum fangelsismála að kenna að þeim er lögð sú ábyrgð á herðar að gæta að öryggi geðveikra glæpamanna sem ættu ekki að vera vistaðir í almennu fangelsi.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 00:34

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi frétt var ekkert slitin úr samhengi. Skýrsla nefndarinnar var afdráttarlaus. Af hverju vilja menn ekki horfast í aug við það og byrja á því að taka ekki mark á hennni. Hún hljóti að vera misskilningur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.5.2013 kl. 12:03

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sigurður, kannski að við byrjum á að skilgreina hvað felst í orðinu pynting. Í mínum huga merkir pynting meðvitaðan ásetning um að valda sársauka í annarlegum tilgangi. Það sem þessi nefnd er að setja út á er frekar skortur á réttum verkferlum, ónauðsynlegt harðræði og svo skortur á geðhjálp. Annað las ég ekki úr þessari frétt sem var byggð á skýrslunni.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband