1958 - Vöfflur

Leikritið hjá Sigmundi Davíð er að verða svolítið skrýtið. Allir vilja nota hugsanlega peninga í eitthvað annað en Simmi vill. „Hvað gerðirðu við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?“ Þannig gengur Sigmundur á milli manna og leggur fyrir þá spurningar milli þess sem hann reiknar sem óður maður. Þessar stjórnarmyndunarviðræður fara sennilega fljótlega út um þúfur og þá verður ekki um annað að ræða en að gera Ólaf Ragnar að einræðisherra. Allavega vill hann það helst. Kannski Sigmundi takist samt fyrir rest að virkja óánægjuna með Ólaf Ragnar. Hann er ekkert hættulegur þó hann tali stundum við útlenskar sjónvarpsstöðvar. Bjarni og Sigmundur eiga eiginlega báðir að vera á móti honum. Davíð segir það.

Mikið frelsi er það að vera búinn að yfir sig nóg af þessari vellu sem ríkissjónvarpið býður uppá. Fréttirnar þar horfi ég oftast á en helst ekki annað. Sá ekki betur en einhverjir hafi verið að þenja sig á fésbókinni yfir jesúþætti um Jakob Frímann eða eitthvað þessháttar. Einhvers staðar sá ég minnst á þennan þátt en sem betur fer truflaði hann mig ekkert. JOM er eflaust ágætis mannkerti en þau eru nú bara svo mörg. Ekki gerir Rúvið þætti um alla.

Kexkökur skiptast í tvennt. Í rauninni skiptast þær auðvitað í miklu fleiri flokka er fer eftir áleggi, bragði, efni og ýmsu öðru. Það breytir samt ekki því að kexkökur skiptast í grunninn bara í tvo flokkar. Kexkökur sem komast uppí mann í einum munnbita og kexkökur sem gera það ekki. Kexkökur sem gera það ekki eru yfirleitt betri og þessvegna er þetta raunverulegt vandamál í þverfaglegum heimi, (Ha! Hver var að tala um þvaglegg hér?) Við önsumussum bar ekki svoleiðis stuffi.

Það er ekki seinna vænna að taka á húsavanda heimilanna. (Eða var það kannski einhver annar vandi) Það er engin hemja að bara allra ríkasta fólkið skuli eiga sumarbústað við Þingvallavatn þegar það liggur fyrir að þvínær alla landsmenn vantar slíkan búastað. Það er ekkert öruggt að þjóðgarðurinn verði fallegri á eftir, en gerir það eitthvað til. Þessi sem notaði þingmannslaunin sín í að fá far á Suðurskautið með einhverjum Argengtískum stuðhópi sýndist mér vera að bölsótast þarna. Hann vill víst banna alla ferðamenn líka.

Kannski er íslenskan best í svefnrofunum hjá mörgum. En réttritunin er ekki góð, það er ég búinn að sjá hjá sjálfum mér. Það er semsagt spurning hvort borgar sig betur að líta á fésbókina snemma á morgnana eða seint á kvöldin. Best væri sennilega að láta það alveg vera, en það er bara ekki í boði. Ég er eins og aðrir sem vanist hafa á þessi ösköp að ég get ekki látið það vera.

Ótrúlega margir hafa ágætan skilning á því hvað eru góðar myndir. Setja ekki nema a.m.k. sæmilegar myndir á fésbókina. Þó eru alltaf einhverjir sem setja á bókina allar myndir sem þeir taka. Mér leiðist að skoða svoleiðis myndir.

IMG 3107Vandaður inngangur – en hvert?


mbl.is Sitja á fundi og borða vöfflur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband