22.4.2013 | 00:27
1946 - Hrægammar hér og hrægammar þar
Já, nú er eiginlega kominn tími á eins og eitt pólitískt blogg. Kosningarnar sem framundan eru virðast ætla að verða fremur skrýtnar. Mér finnst skrýtið að Framsóknarflokkurinn skuli njóta svona mikils fylgis eins og skoðanakannanir sýna. Mér sýnist að þessi loforð hjá Sigmundi Davíð séu mestmegnis út í loftið.
Í fyrsta lagi er ekkert víst að þessir hrægammasjóðir vilji neitt semja þó Sigmundur vilji það. Ef samið verður má hinsvegar búast við að ríkið eignist peninga. En hvort þeim verður varið í flata niðurgreiðslu á húsnæðislánum er annað mál. Ég held að þó Framsóknarflokkurinn fengi hreinan meirihluta þá yrði það ekki gert. Það er einfaldlega svo margt annað sem kallar að. Verðtryggingarkerfið má auðvitað bæta heilmikið og verður áreiðanlega gert. Með atbeina Sigmundar Davíðs eða án hans.
Mér finnst líka skrýtið að Dögun og Lýðræðisvaktin virðast engu flugi ætla að ná. Að fólk skuli raunverulega halda að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu búnir að bæta sig svo mikið að rétt sé að færa þeim stjórnartaumana aftur, finnst mér með miklum ólíkindum. Ríkisstjórnin á hinsvegar engin verðlaun skilið og svo er að sjá sem kjósendur ætli að segja henni það.
Litlu flokkarnir ættu að vera með miklu meira fylgi samtals. Hverjir koma mönnum að er ómögulegt að segja. Mér finnst fjórflokkurinn ekki eiga neitt gott skilið. Þó ekki væru nema efstu menn úr Bjartri Framtíð sem kæmust að hef ég engar áhyggjur af kunnáttuleysi í löggjafarstarfi, því alþingi mundi skána talsvert við að losna við allt úrvalsdeildarliðið á einu bretti. Það hefur ekki gert rassgat síðustu fjögur árin og ekki er hægt að reikna með neinum framförum þar.
Mér finnst hætt við að við Íslendingar verðum álitnir óheiðarlegir í viðskiptum ef gengið er útfrá því að allir sem eiga eignir hér á landi og hlutabréf í bönkunum séu hrægammar sem virðingarvert sé að ná sem mestu frá. Þetta mætti e.t.v. orða með ákveðnari hætti, en sem fyrrum stuðningsmaður samningsleiðar í Icesave-málinu þori ég það ekki.
Brostnar vonir um hagvöxt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hrægammasjóðir (vulture funds) er viðurkennt hugtak og ekkert móðgandi. Það er notað um sjóði sem kaupa kröfur í þrotabú á hrakvirði til að kreista sem mest verðmæti út úr þrotabúum. Þessir sjóðir nota sér að lítil eftirspurn er eftir kröfunum og að talið er að ólíklegt sé að þær innheimtist. Þeir eru þannig að reyna að eignast mikið fyrir lítið og því er ekkert rangnefni að kenna þá við þessa ógeðfelldu fuglategund.
Theódór Norðkvist, 22.4.2013 kl. 03:11
Alveg sammála þér Sæmundur. Ég er næstum farinn að halda að það sé rétt mat hjá Jónasi Kristjánssyni að íslenskir kjósendur séu óttalegir blábjánar. En ég hef velt fyrir mér undanfarið hvort þessar skoðanakannanir eigi rétt á sér. Held að þær séu stórhættulegar fyrir ný framboð. Hjarðhegðunin er svo mikil að allir vilja vera í vinningsliðinu og enginn vill kasta atkvæði sínu á flokk sem samkvæmt skoðanakönnunum á ekki von í að ná mönnum inn á þing.
Þórir Kjartansson, 22.4.2013 kl. 08:33
Sumir þessara "hedge funds" eru ekkert annað en hrægammasjóðir samanber vandræði Argentínu.
Jóhannes Skaftason 22.4.2013 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.