1943 - Free Country

Fór í sjúkraþjálfun í fyrsta skipti í morgun. Eiginlega var það ekkert sögulegt. Ágætt samt að láta ókunnan kvenmann fulhnúa sig og það lá við að hún kæmi við hláturskeppinn í mér. Hann er samt ekki alveg nógu nálægt hryggnum til þess.

Finn aldrei neitt til að linka í á mbl.is núorðið, en mér er alveg sama. Það skiptir mig eiginlega engu máli hvort það eru 50 eða 500 sem lesa þetta. Það eru áhrifin sem linkurinn getur valdið. Þetta er ég búinn að reikna út. Alveg einn og sjálfur.

Bókin sem ég er að lesa núna í Kyndlinum er ágæt. Hún fjallar um tvo náunga sem ákveða að ganga (eða hjóla) frá syðsta odda Englands (Lands End) og til nyrsta hluta Skotlands. Þeir fara af stað í nærbuxum einum fata og eiga að sníkja sér allt sem þeir þurfa á leiðinni. Ekki mega þeir fá far í bílum en hjóla mega þeir, takist þeim að sníkja sér hjól. Þetta gengur mjög vel og bókin er skemmtilega skrifuð. 

„Free Country“ er bókin kölluð og að sjálfsögðu var hún ókeypis á Amazon. Ég kaupi ekki annað!! Höfundurinn heitir George Mahood og hann er hægt að finna á Facebook undir því nafni: http://www.facebook.com/GeorgeMahood?fref=ts

Greiningadeildir bankanna eru að reyna að gera sig gildandi aftur. Gallinn er bara sá að enginn trúir þeim lengur. Það er líka alveg ástæðulaust, því fyrir Hrunið voru þær langt úti í móa. Ekkert var að marka það sem þær spáðu. Egill Helgason hefur alveg rétt fyrir sér í því að akkur væri í því að óháð stofnum sæi um spádóma alla og hagfræðilega útreikninga. Hún mætti semsagt hvorki vera háð seðlabankanum, flokkunum eða ríkisstjórninni svo ég tali nú ekki um gríningardeildir bankanna, sem ætti tafarlaust að leggja niður.

Ég er ekki frá því að mér sé að fara fram í bloggskrifunum. Finn samt meira fyrir því en áður að þetta er svosem ekki um neitt. Einu sinni fannst mér flest af því sem ég skrifaði afar merkilegt. Þessi tilfinning er að mestu horfin.

Áslaug fór á fund í tómstundamálarafélaginu áðan. Reyndar heitir það víst félag frístundamálara og hefur meira að segja sína eigin vefsíðu: http://www.fristundamalarar.is/sidur/forsida/

Mér leiðist þessi sífelldi lestur í fréttum hjá RUV á því hvaða þingmenn hafa verið kosnir í hverju kjördæmi og hverjir hafa fallið samkvæmt einhverri skoðanakönnun. Of mikið má af öllu gera. Skoðanakannanir eru líka orðnar fullmargar. 2-3 á hverjum degi sem tíundaðar eru fram og aftur í öllum fréttatímum er fullmikið.

IMG 3002

Páskaegg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband