15.2.2013 | 10:23
1881 - Feneyjanefnd o.fl.
Minnir að það hafi verið Svarthöfði í DV sem stakk uppá því að Samfylkingin og Björt Framtíð væru að laga sig að lýðskruminu með því að vilja hætta að rífast. Það er alveg rétt hjá honum. Það er eðli krata að vera hægrisinnaðir. Alveg einsog það er eðli komma og annarra sem eru langt til vinstri að láta alltaf eins og bestíur útí félaga sína. Þannig er það á Íslandi og hefur löngum verið. Framsóknarmönnum er að mörgu leyti vorkunn. Helst vilja þeir bæði éta kökuna og eiga hana. Sjálfstæðismenn vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin. Ef marka má skoðanakannanir hafa hægri menn unnið áróðursstríðið og kosningarnar virðast þar með orðnar óþarfar. Kannski væri best að fresta þeim. Sennilega þarf fólk samt að smakka á LÍÚ-kökunni til að finna hve vond hún er.
Margir segja að fólk sé fífl og hafi gullfiskaminni. Oftast er það vegna þess að það kýs ekki rétt samkvæmt áliti þess sem því heldur fram. Það er jafnan auðvelt að finna dæmi sem styðja slíka skoðun. Hjarðhegðun getur verið áberandi í mörgu. Samt sem áður er ég alveg mótfallinn því að segja að fólk sé fífl. Þó þau séu auðvitað til. Þeir sem mikinn áhuga hafa á stjórnmálum finnnst oft ergilegt hve lítinn áhuga fólk, sem sannarlega virðist með fullu viti, hefur á þvílíku. Þátttaka í kosningum hér á landi er samt mikil. Þó fólk kjósi ekki eins og viðkomandi líkar og láti það, sem hann álítur fagurgala og fals eitt, hafa áhrif á sig og kjósi samt, er algjör óþarfi að láta svona. Flestir sjá auðveldlega í gegnum lygina og kjósa eins og þeim sýnist réttast. Segja jafnvel ekki frá því hvernig þeir kjósa. Það er skynsamlegt. Þannig tryggir fólk sér einhvern frið fyrir þeim sem vilja hafa áhrif á það. Fjarri fer því að stjórnmál séu allt, þó auðvitað séu þau mikilvæg.
Það hverja meðhöndlun stjórnarskrármálið fær á endanum hjá alþingi mun hafa gífurleg áhrif á alþingiskosningarnar í vor. Þingmenn eru í miklum vanda og ég vorkenni þeim það ekki. Þetta vildu þeir. Þó sú ákvörðun sem á endanum verður tekin þar muni e.t.v. ekki hafa stórkostleg áhrif á niðustöður skoðanakannana undireins, mun hún ráða miklu um hvernig straumarnir liggja fram að kosningum. Ég ætla ekkert að spá um hvernig sú glíma fer, enda sér það enginn fyrir með neinni vissu.
Ég ætlaði víst að skrifa um stjórarskrármálið núna en hef lítið komist til þess. Ég er samt á öðru máli en svokölluð Feneyjanefnd (sem enginn kannaðist við fyrir hálfum mánuði) varðandi breytingar. Hún virðist óttast mjög þjóðaratkvæðagreiðslur, en það geri ég ekki. Spáir líka allskyns vanræðum varðandi forsetann, sem ég vil þrátt fyrir allt að verði áfram þjóðkjörinn.
Dauðhald það sem haldið er í krónuræfilinn tryggir stjórnvöldum áframhaldandi völd þrátt fyrir afar lélega hagstjórn. Yrði skipt um gjaldmiðil hér drægi mjög úr áhrifum stjórnvalda á hagstjórn því ekki væri hægt að breiða yfir mistökin þar með gengisfellingum og aukinni verðbólgu. Samningarnir við hjúkrunarkonurnar voru ágætir, en auka hættuna á að stjórnvöld missi alveg tökin á verðbólgunni.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.