1876 - Margeir Pétursson eða hvernig verða staðalmyndir til?

Ekki veit ég af hverju það er en áðan gat ég skoðað nýlegt tölublað af tímaritinu „Mannlíf“ á netinu. Þar var mynd af Margeiri Péturssyni á forsíðunni. Las auðvitað viðtalið við hann. Einfaldast er að fara bara á Mannlífs-síðuna á fésbókinni og þaðan á þetta tölublað. Líklega er þetta einhver kosningaáróður því líka eru þarna viðtöl við Bjarna Benediksson, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og fleiri held ég. Hef ekki lesið þau. Hafði að sjálfsögðu mestan áhuga á viðtalinu við Margeir enda var það sjálfur Einar Kárason sem skrifaði það. Kannski er þetta tímarit alltaf aðgengilegt á netinu. Hef bara ekki gáð að því. Er ég bara svona aftarlega á merinni?

Einhver frétt var um nýja og dettandi þingmenn á Eyjunni eða Pressunni þar sem þingsæti voru reiknuð út í samræmi við einhverja skoðanakönnun. Þar var m.a. gert ráð fyrir að Ögmundur Jónasson dytti út og inn kæmu (ekki kannski beint í staðinn fyrir hann) Brynjar Nielsson, Óli Björn Kárason og Geir Jón Þórisson. Já, það má búast við ýmsum breytingum á þingi eftir næstu kosningar.

Egill Helgason skrifar um hve hræðilegt það geti verið að kalla menn sínum réttu nöfnun og tekur sem dæmi að einhver sem skrifar í fréttablaðið skuli kalla Jón Gnarr, Jón Gunnar Kristinsson hvað eftir annað, sem sé sambærilegt við að kalla Halldór Laxness, Halldór Guðjónsson. Kisan sem lét svo lítið að dvelja hjá okkur hjónunum öll sín ár var kölluð Hólmfríður Högnadóttir þegar hún gerði eitthvað alvarlegt af sér. Annars hét hún bara Hófí.

Áður fyrrr þurftu helst allir sem keyrðu bíl að kunna að minnsta kosti að skipta um dekk, helst viftureim líka. Karlmenn voru fljótir að sjá þarna tækifæri og gerðu bílaþjónustu snimmhendis mun merkilegri en t.d. matargerð og þrif. Svipað á sér stað núna varðandi tölvurnar (enda eru bílar nauðalíkir tölvum) Kannski er fésbókin að reyna að gera tölvurnar að almenningseign. Auðvitað þykir tölvunördunum leiðinlegt að vera ekki lengur ómissandi. Er þetta ekki bara framþróun?

IMG 2469Klifurveggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband