1864 - Y2K

Í stórum dráttum má segja að hver taki myndir fyrir sjálfan sig. Áður fyrr var það svo að mjög fáir tóku myndir enda voru myndavélar fremur dýrar en sérstaklega var það vegna þess að þá var alls ekki hægt að sjá nærri strax hvernig myndirnar hefðu tekist. Einu sinni tíðkaðist að slökkva öll ljós og skikka fólk í veislum til að horfa á skuggamyndir. Slíkt er aflagt núna. Samt er það svo að fólk er misjafnlega lagið við að taka myndir og sumir myndavélarsímarnir eru svo flóknir að fólk treystir sér ekki til að læra almennilega á þá.

Tröllasögur tæknigúrúa misstu svotil alveg mátt sinn þegar heimsbyggðin komst klakklaust í gegnum aldamótin. Y2K var einu sinni stærsta ógn mannkynsins. Draugasöguflytjendur og heimsendaspámenn hafa síðan átt í talsverðum erfiðleikum a.m.k. hér á Vesturlöndum. Það eru svo fáir sem trúa þeim. Hnatthlýnunarsögurnar hafa að ósekju farið í svipaða skúffu. Hnatthlýnunin er staðreynd en gert er of mikið úr viðbragðsleysinu. Mannkynið kemur alltaf standandi niður úr hverskyns hörmungum. Svo verður einnig núna.

Oft er gengið dálítið langt í því að svindla á þeim sem talið er auðvelt að svindla á. DV er t.d. uppfullt af því núna að ódýrara sé að kaupa sér farmiða og áfengi í fríhöfninni en að kaupa sama magn af áfengi í ÁTVR. Þetta er sennilega rétt hjá þeim, því auðvelt er talið að svindla á þeim sem þyrstir í ódýrt áfengi og eru slæmir í hugarreikningi. Ekki er samt víst að þeir séu nógu margir til að gróðinn sé verulegur. DV á helst ekki að kjafta frá svona löguðu finnst Íslandseigendum.

Það er nauðsynlegt hverjum pólitískum skríbent að láta andstæðinga sína sem oftast efast um andlega hæfileika sína. Þetta getur gegnið ansi langt og er stundum kallað einelti. Ég ætti kannski ekki að minnast á þetta, því vel getur verið að þetta sé bjúgverpill hinn mesti. Samt er þetta viðkennd bardagaaðferð og er stunduð miklu víðar en í pólitík.

Mér fannst þetta þegar ég sá sagt frá grein sem Hallgrímur Helgason skrifaði um einhverja leikhúsgagnrýni. Hann er semsagt að segja að sá sem þóttist vera voða gáfaður og geta rakkað niður leikhúsverk sé bölvaður asni. Ég ætla svosem ekki að fara í neitt skítkast í tilefni af þessu enda enginn maður til þess. Datt þetta bara svona í hug.

IMG 2430Skipsbrú, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband