1860 - Synd

Já, ég viðurkenni að ég syndgaði gegn blogg-guðunum (eða æðstu mönnum bloggsamfélagsins) með því að birta viljandi gamla ljósmynd með síðasta bloggi, en ég var enga mynd búinn að öpplóda. Hjá því varð semsagt ekki komist, því ég var búinn að skrifa eitthvað sem ég taldi mig þurfa að koma frá mér. Nú sé ég að fáeinar myndir eru í myndavélinni og það getur verið að ég noti eitthvað af þeim. Látið ykkur semsagt ekki bregða þó snjómyndir sjáist, því veðurlagið hefur verið svolítið óstöðugt að undanförnu.

Þabba sona. Reglufestan allt að drepa. Svo á ég ekki einu sinni mynd til að setja á þetta blogg. Kannski rætist samt úr því í fyrramálið.

Í dag tókum við tvö málverk af blindrömmunum sem þau voru á. Þau höfðu nefnilega skemmst. Eitt sinn höfðu þau hangið uppi og ég mundi vel eftir þeim.

Í dag byrjaði ég að lesa sýnishorn af bók sem Madeleine Albright (fyrrverandi utnaríkisráðherra Bandaríkjanna) skrifaði og gaf út í fyrra og þó hún fjalli svolítið um Prag á stríðsárunum jafnast hún á engan hátt við bókina sem ég skrifaði um í gær.

Nú er ég að skrifa blogginnlegg númer 1860 sé ég efst á síðunni. Afi minn (í móðurætt) fæddist árið 1855 svo bráðum verður hægt að leggja einhverja merkingu í bloggnúmerin hjá mér, en hingað til hefur það verið erfitt.

Hvernig í ósköpunum kemur fólk sér upp pólitískum skoðunum. Og breytir áróður einhverju þar um. Vildi að hægt væri að sanna að svo sé ekki. Held það nefnilega. Er þá öll kosningabaráttan sem svo er kölluð til einskis? Já, það held ég. Þó margt sé rannsakað hefur þetta atriði fengið að vera í friði. Það er líka tiltölulega auðvelt að leiða hamaganginn hjá sér. Þeir sem beita sér sem mest í þessu öllu virðast þó trúa því að þetta hafi áhrif. Ekki dettur mér í hug að einhverjir þeirra sem leggja í vana sinn að kíkja á bloggið mitt fari að taka upp á þeirri ósvinnu að skipta um pólitíska skoðun við að lesa það.

IMG 2412Gámur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband