1846 - Skammstafanir

Hér eru nokkrar skemmtilegar skammstafanir sem ekki verða birtar ráðningar á (nema þá kannski einhverntíma seinna eða eftir beiðni þar um.) Þið megið giska á hvað þær eiga að þýða. Bannað að Gúgla. Engin verðlaun.

NATO, FUBAR, WOMBAT, LASER, RADAR, ACLU, ABS, ADIDAS, ADSL, ASDL, AKA, AOL, ASAP, ASCII, BASIC, BLOG, BLT, BMX, CAD, CIA, NASA, NASDAQ, COBOL, ROFL, NYSE, NAFTA, ABBA, FIDE, GPS, FIFA, FIAT, DLL, DOS, USB, DVD, EBITDA, FBI, FAQ, FDR, FAT, KKK, SEAT, SPAM, TEMP, SWAT, HTTP, HIV, HTML, IBM, ICBM, IKEA, IRC, IRS, JEEP, JFK, KPMG, MODEM, MSG, NAACP, NASCAR, NBA, NBC, NTSC, RFK, NYPD, OCR, PDF, PERL, PLO, PVC, QWERTY, RIP, RPH, REM, RPG, ROTC, SETI, SMS, UAE, UFO, VVV, WASP, WYSIWIG, YMCA, ZIP.

Er hægt að segja fésbókinni í eitt skipti fyrir öll að ég kæri mig ekkert um að einhver öpp séu að skrifa tölvupóst í mínu nafni? Mér finnst þessi viðleitni vera að versna. Svo virðist sem í hvert skipti sem einhver fésbókarvinur minn mælir með einhverju sem er á appi sem ég er ekki áskrifandi að, þá rjúki fésbókin til (eða appið) og tilkynni mér það og spyrji um leið hvort ég vilji ekki endilega gerast áskrifandi að þessu appi sem svo og svo mörg hundruð þúsund séu nú þegar áskrifendur að og býðst til að skrifa tölvubréf í mínu nafni. Mér leiðist þetta.

Mér viðast það einkum vera þrír aðilar sem kemur til greina að kjósa í alþingiskosningunum í vor. Mér finnst ekki koma til greina að kjósa fjórflokkinn. Þá lítur þetta þannig út í huga mér um þessar mundir.

1.      Björt framtíð. Þar viðist fylgið ætla að safnast nokkuð saman. Þar eru þingmenn í forsvari og þar er um að ræða miklu betri kost en fjórflokkinn. Þar er Jón Gnarr og hans lið.

2.      Dögun. Þar er um nokkurt þingval að ræða og hópar sem starfað hafa saman eins og frjálslyndi flokkurinn, hreyfingin og hagsmunasamtök heimilanna ásamt öflugum einstaklingum.

3.      Pírata partíið hennar Birgittu. Áhersla er þar lögð á opið og frjálst samfélag og ýmislegt annað sem mér hugnast bærilega.

Hef ekki trú á að Samstaðan hennar Lilju Mós. né hægri grænir verði til stórræðanna þegar á hólminn er komið. Annars þurfa allir þessir flokkar eða flokksbrot á kynningu að halda.

Það er tiltölulega auðvelt að sýnast ljóngáfaður með aðstoð Google.com og venjulegur besservisseraháttur er nær útilokaður. Það er svosem hægt að þykjast vita allan fjandann (ljúga bara einhverju) ef það er öruggt að enginn komist í tölvu. En meðal annarra orða, hvers vegna er sagt; ljóngáfaður? Eru ljón eitthvað gáfuð? Nautheimskur, hundveikur, svínslegur, sauður, hrútleiðinlegur, kindarlegur, mélkisa, kattliðugur, úlfgrár, o.s.frv. er svosem sagt líka. Þýðir það eitthvað sérstakt?

IMG 2345Snjór og krap í úrvali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband