1842 - Tunglið

Sennilega ber það vott um einhverskonar inngróinn karlrembusvínshátt hjá mér að allt í einu og án viðvörunar skuli þess vísuorð dúkka upp í hugann og að ég geti ekki annað en haft þau yfir hvað eftir annað:

Þá fer hún mamma að gráta og góla
og gerir hann pabba sturlaðan.

Auðvitað er það miklu meira mál ef pabbinn sturlast, en þó að mömmugreyið sé að gráta og góla. Ég ætla ekkert að fullyrða um karlrembuna sem í þessu felst, en vafalaust eru feministar ekki hrifnir af þessu. Ég var samt ekki að hugsa eftir þeim línum þegar þetta kom fyrirvaralaust upp í hugann.

Hvað gerir maður í svona tilfellum? Mér varð það fyrst fyrir að spyrja Gúgla frænda (google.is) hvort hann kannaðist eitthvað við þetta. Jú, víst gerði hann það. Þetta er úr vísum tveim eftir Jón Ólafsson fyrrum ritstjóra og þær eru svona:

Tunglið, tunglið taktu mig
og berðu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja.

Tunglið má ekki taka hann Óla
til sín upp í himnarann.
Þá fer hún mamma að gráta og góla
og gerir hann pabba sturlaðan.

Sagt er að hann hafi ort þessar vísur um Ólaf son sinn sem seinna varð tannlæknir í Bandaríkjunum.

Theodora Thoroddsen gerði hinsvegar þuluna frægu og löngu sem byrjar alveg eins og vísurnar tvær. Annars má finna greinargerð um allt þetta á vefnum hans Ágústar H. Bjarnasonsar og óþarfi fyrir mig að vera að endurtaka það http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/739942/ 

Það sem ég hef einkum á móti fésbókinni er að ég skil hana alls ekki. Svo virðist líka sem alltaf sé verið að breyta virkni hennar fram og aftur. Þar að auki virðast mjög fáir treysta sér til að reka athugasemdakerfi án þess að njóta til þess aðstoðar hennar. Allt væri þetta nú samt gott og blessað ef hún (fésbókin) væri ekki með þessa sífelldu frekju. Ég hef enga tölu á því hvað oft hún hefur farið fram á að fá að skrifa tölvubréf í mínu nafni. Veit samt ekki betur en ég hafi jafnan neitað því. Samt halda öppin hennar áfram að staglast á þessu. Satt að segja er ég orðinn hundleiður á því.

IMG 2278Þar vaxa jólatré og önnur tré.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband