1824 - Kirkjuferðir leikskólabarna

Sagt er að bandormurinn hækki skuldir heimilanna. Eflaust gerir hann það. Því miður eru skuldir heimilanna ekki það eina sem hefur hækkað eftir Hrunið. Þetta með skuldir heimilanna leiðir auðvitað hugann að blessaðri eða bölvaðri verðtryggingunni. Mér dettur oftast í hug Albanía þegar minnst er á hana. Þetta þarfnast kannski útskýringa. Áður fyrr tíðkaðist að hallmæla Albaníu þegar menn meintu Kína. Svipað er að segja um verðtrygginguna. Oftast eiga menn við framfærsluvísitöluna þegar verið er ráðast á verðtryggingar-ræfilinn eða þá á framkvæmd verðtryggingarinnar af hálfu íbúðalánasjóðs.

Sú skoðun á upp á pallborðið hjá mörgum að ríkið eigi að skipta sér af sem allra fæstu og helst engu. Aðrir að ríkið eigi að eiga allt og stjórna öllu. Hinn gullni meðalvegur er einhversstaðar þarna á milli. Stjórnmál snúast að miklu leyti um það hvoru skuli stefnt að. Vandamál dagsins skyggja oftast á þessar hugsjónir og auðvitað er erfitt að flokka einstök mál eftir þessu. Pólitískar skoðanir fólks hljóta þó yfirleitt að taka mið af þessu og í huganum getur hver og einn ákveðið fyrir sig hvort einstök mál færi þjóðfélagið í átt til þessa eða hins. Eigin hagsmunir trufla oft þessa mynd en flestir reyna samt áreiðanlega að forðast það.

Man ekki eftir að hafa fyrr séð þá félagana Vilhjálm Örn Vilhjálmsson og Vilhjálm Þór Vilhjálmsson hlið við hlið á vinsældalista Moggabloggsins en þangað fór ég í gær til fylgjast með eigin vinsældum (þær eru nokkrar). Annars virðist Vilhjálmur Vilhjálmsson vera nokkuð vinsælt nafn, hvernig sem á því stendur.

Jæja, nú er ég búinn að hlaða upp nokkrum myndum svo ég get haldið áfram að blogga. Ég er nefnilega svo vanafastur að mér finnst ég þurfa að hafa mynd í lokin. Alltaf. Ekki bara stundum.

Kirkjuferðir leikskólabarna og hugsanleg trúarinnræting þeirra er eitt af því sem rifist er um núna. Sumir (jafnvel margir) virðast þrífast á því að rífast við aðra. Ekki þarf þó að efast um að hugur fylgi máli hjá þeim sem ræða þessi mál. Örugglega vilja allir börnum sínum það besta. Að efast um það er fráleitt. Grein í DV þar sem hótað var að leggja málið fyrir lögfræðing virðist hafa hleypt illu blóði í marga. Afstöðu í þessu máli vil ég forðast að taka, einfaldlega vegna þess að ég þarf þess ekki.

IMG 2178Borgarspítali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er brot gegn (nýrri) aðalnámskrá grunnskóla, dags. 1. ág. 2007, að heimila ekki skólabörnum vettvangsferðir í kirkjur til að "kynnast margvíslegri trúarlegri túlkun og tilbeiðsluháttum".

Jón Valur Jensson, 8.12.2012 kl. 03:22

2 identicon

Þetta snýst ekkert um "vettvangsferðir".

Matti 10.12.2012 kl. 10:23

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, víst, einmitt þær.

Jón Valur Jensson, 13.12.2012 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband