1823 - Cassandra Björk

Myndbandið sem Cassandra Björk setti á fésbókina er allt í einu orðið eitt það frægasta sem þangað hefur verið sett að undanförnu http://www.facebook.com/kikay15?fref=ts . Fyrst sá ég minnst á þetta á Smugunni. Hélt að blaðamaðurinn þar væri að gera grín að orðalaginu hjá þeirri sem setti þetta inn og skrifaði textann. Svo var reyndar alls ekki, heldur var hann að hneykslast á rasismanum hjá aðalleikaranum á myndbandinu.  Cassandra skrifaði m.a.

...kallaði okkur kínverja, segja að við komuðum með svínaflensuna og byrjaði að hóta að slást við okkur og kallaði okkur rasista þannig að Hajar reif kjaft við hann tilbaka haha.

Held reyndar að íslenskukennarar eigi eftir að klóra sér svolítið í hausnum yfir sögninni sem fylgir svínaflensunni, en í raun og veru er þetta ágætlega skrifað og hefur þann stóra kost að vera vel skiljanlegt. Hef ekki enn hlustað á hvað maðurinn sagði við krakkana og hef ekki áhuga á því. Sennilegt er að hann hafi farið yfir strikið og verði látinn gjalda þess. Svona framkoma er fyrir neðan allar hellur.

Fésbókarfyrirgangurinn útaf þessu máli hefur verið með ólíkindum. Auðvitað er upplifun myndavélarinnar mikilvægt sönnunargagn, en þar er ekki um að ræða endanlega úrskurð um allt sem málinu kann að tengjast.

Málþófinu á alþingi er nú blessunarlega lokið og í ljós hefur komið að tilgangurinn með því var að tefja tímann. Kvótafrumvarpið er það sem sjálfstæðismönnum líður illa yfir. Hræddur er ég um að það sem á endanum verður samþykkt þar, breyti ekki miklu.

Varðandi stjórnarskrármálið þá held ég að hugsun Samfylkingarinnar og Jóhönnu Sigurðardóttur sé sú að alþingi samþykki nýtt stjórnarskrárfrumvarp eða a.m.k. talsverðar breytingar á þeirri gömlu fyrir kosningar í vor og meðfram alþingiskosningunum verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það mál. Síðan þarf nýtt alþingi að samþykkja breytinguna aftur og þá öðlast hún gildi. Sé ekki fyrir mér að alþingi afsali sér réttinum til að ráða hvernig stjórnarskráin er. Salvör Nordal hefur rétt fyrir sér þegar hún varar við of miklum flýti við þetta starf.

Krafa fólksins í landinu er um að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og minnka vald alþingis og forseta. Þannig hef ég að minnsta kosti skilið grasrótina.

IMG 2177Laufblað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband