1815 - Útgáfufélagið Sæmundur (það er minnst á það í viðtalinu)

Það hefur alltaf þótt hraustleikamerki að óttast ekki dauðann. Okkar fornu kappar óttuðust hvorki sár né bana, eða svo er oss fortalið. Sagt er að Byron lávarður hafi talið sig eiga það eitt óreynt að deyja og þess vegna verið ákafur í að kynnast því.

Hér sit ég nú við tölvuræksnið og reyni að lifa sem lengst. Er það ekki merki um afturför heimsins? Ef við eigum að trúa á framþróun lífsins þurfum við þá ekki að ganga útfrá því að þessir fornu kappar hafi verið að plata?

Sagt er að Múhameðstrúarmenn treysti á gredduna og reikni með að fá óspjallaðar meyjar í löngum bunun þegar komið er í himnaríki. Kannski Byron hafi haft eitthvað þessháttar í huga líka.

Þeir sem á Jehóva trúa af mestum ákafa hafa aðallega áhyggjur af sætaskipaninni (í himnaríki) og Lykla-Pétri.

Nú er aftur á móti vísindatrúin ríkjandi. Guðshugmyndir eru afar fjölbreytilegar en dauðinn og djöfullinn koma þar lítt við sögu. Óvissan um framhaldslífið er mikil, og þó predikarar allskonar ráðleggi mönnum hitt og þetta varðandi rétta hegðun, er óvíst að farið sé eftir því af óttanum einum saman.

Fréttatíminn er að mörgu leyti búinn að stimpla sig inn í mína tilveru. Eiginlega er þetta það eina prentaða sem ég les að jafnaði. Þó kemur hann ekki alltaf hingað á heimilið blessaður og ég er kominn uppá lag með að lesa hann á netinu, ef þarf.

Var að enda við að lesa þar viðtal við Bjarna frænda. Það er að vísu gamalt, en ég er vanur að vera svolítið á eftir tímanum. (Ha, Tímanum?) Hann vísaði á það á blogginu sínu. http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/ Hvað annað?

Mér finnst eðlilegt að Bjarni hafi orðið nokkuð foj við þegar Tóti gerði hann allt í einu kattlausan. Sjálfur er ég miklu meiri kattamaður en hunda og get ekkert að því gert. Viðtalið er ágætt og líklega er Þórarinn sá Þórarinsson sem það tók sá sami Þórarinn og heldur úti (eða hélt úti) blogginu badabing.is og ég lenti eitt sinn í orðaskaki við.

IMG 2031Hundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband