1808 - Styrmir Gunnarsson

Enn er snjór hér á Stór-Kópavogssvæðinu þó kominn sé laugardagsmorgun og helgin skollin á. Þá hlýtur landið allt að vera hvítt séð úr gervitunglum, séu skýin ekki að glenna sig of mikið. Vegir á láglendi býst ég við að séu auðir hér í grennd og hugsanlegt rok mesta hættan.

Í þeim orðum Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins sem Sigmar í Kastljósinu vitnaði til í þættinum s.l. fimmtudag kom það vel fram að Styrmir mat meira sem ritstjóri Morgunblaðsins hag Sjálfstæðisflokksins en þjóðarhag og gerir hugsanlega enn.

Þó Styrmir hafi reynt að afneita skilningi Sigmars voru þær tilraunir hans heldur máttlausar og ótrúverðugar. Með skrifum sínum og fullyrðingum eftir að hann hætti sem ritstjóri hefur Styrmir áreiðanlega stórskaðað Sjálfstæðisflokkinn og vandséð er hversvegna nokkur ætti að láta pólitísk skrif Morgunblaðsins hafa áhrif á sig framar. Fréttamennskan þar er þó í lagi og á margan hátt er blaðið vandað.

Framkoma þess á starfstíma Styrmis hefur verið með miklum eindæmum. Um það hljóta allir að vera sammála. Hann sér líklega núna hve rotið og spillt andrúmsloftið hefur verið þar á þeim tíma. Kannski hafa önnur dagblöð ekki verið neitt skárri, en það afsakar ekkert. Völdin á ritstjórnarskrifstofu Mogunblaðsins voru alltof mikil.

Þessa dagana er varla kíkjandi á fésbókina fyrir prófkjörsáróðri. Þegar fjórflokkurinn hefur lokið sér af í því tilliti taka litlu flokkarnir við. Árangur þeirra (í skoðanakönnunum) gæti ég trúað að verði talsvert mikill þegar öllum prófkjörum er lokið og það fer að liggja nokkuð ljóst fyrir hverja möguleika fólk hefur til að láta álit sitt í ljós.

IMG 1878Sérmerkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband