1803 - Þrýstihópar

Það er eðlilegt að stofna áhuga- og þrýstihópa og reyna með því að hafa áhrif á þá sem með völdin fara. Þannig er lýðræðið. Að stofa áhugahópa sem aðeins hafa áhuga á valdinu er nauðgun á lýðræðinu. Þannig eru stjórnmálaflokkarnir. Svo stutt er bilið á milli lýðræðisvina og óvina þess.

Hér á Íslandi hefur mestallt valdið safnast saman hjá fjórflokknun. Þar líður því illa. Flokkarnir fjórir sem að þessum flokki standa reyna síðan eftir mætti að viðhalda hópunum með því að setja þá á framfæri ríkisins. Þeir þykjast þannig vera vinir allra og öldungis ómissandi. Auðvitað eru þeir það alls ekki. Þeir sem láta blekkjast til að kjósa þá fá yfirleitt ekki annað í staðinn en tilfinninguna um að hafa komið í veg fyrir að HINIR hafi komist að kjötkötlunum.

Verðlaun eru engin. Í mesta lagi geta menn reynt að selja atkvæði sitt fyrirfram. Enginn getur samt sagt til um hvort staðið er við það. Reynt er eftir mætti að leyna raunverulegum tilgangi flokka þessara. Líka veita þeir sumum vinnu, jafnvel þokkalega, en einkum þó vinum og vandamönnum mafíunnar.

Spillingin er landlæg og þykir ekki einu sinni merkileg. Landið er líka svo fámennt að erfitt er að komast hjá því að ýta undir skyldmenni sín, jafnvel þó reynt sé.

Það er að sjálfsögðu ofnotuð klisja að ekki eigi að kjósa yfir sig aftur þá sem Hruninu ollu. Sú klisja hefur þó það sér til ágætis að hún er líklega sönn. Þægilegast er að kenna fjórflokknum um allt sem miður hefur farið. Það er líka fátt sem bendir til að það sé rangt. Ef fólk telur óráðlegt að hætta að kjósa fjórflokkinn ætti a.m.k. að reyna að koma hrunvöldunum af alþingi með því að kjósa rétt í prófkjörum þeim sem nú fara í hönd. Margt bendir til að það sé gert. Betur má þó ef duga skal. Einfaldast er að kjósa alls ekki þá sem sátu á alþingi þegar Hrunið skall á. Og forðast að sjálfsögðu eins og heitan eldinn að kjósa þá sem hæstu embættunum gegndu í þeim hildarleik.

IMG 1777Steinar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband