1793 - Dropbox

Í sumar held ég að það hafi verið sem Benni sonur minn benti mér á að nota Dropbox ef ég vildi geta nálgast myndir á netinu. Hann skráði mig þar og fékk að ég held pláss í staðinn sem nam hálfu gígabæti. Ókeypis fékk ég tvö gígabæt en ef ég vildi meira sagði hann að ég þyrfti að borga fyrir það.

Það er semsagt „dropbox“- directory á tölvunni hjá mér og ef ég set eitthvað þangað (t.d. myndir) þá fara þær smám saman (á einum eða tveimur klukkutímum, held ég) á dropbox svæðið mitt á netinu. Þar er svo hægt að nálgast þær ef maður veit lykilorðið. Myndavélina er svo hægt að stilla þannig að hún setji alltaf myndirnar bæði í dropbox-directoryið og þar sem maður vill hafa þær. Þannig er hægt að nálgast myndirnar sínar á netinu án þess að þurfa að vera að vesenast með USB-kubba og þessháttar. Farið bara á dropbox.com og tölvan leiðir ykkur áfram.

Auðvitað er svo hægt að nota dropbox fyrir ýmislegt annað. Vefsetrið leiðbeinir ykkur með það og Salvör Gissurardóttir held á að hafi verið að skrifa eitthvað um dropbox á fésbókina.

Ég fer ekki ofan af því að það er sérstakur heiður að fá fésbókarsíðu sinni lokað. Ekki geri ég mér neinar vonir um að síðunni minni þar verði lokað. Auðvitað gæti ég reynt að skrifa eitthvað krassandi þar en að gera tilraun til að fá henni lokað en mistakast er líklega einhver mesta skömm sem hægt er að upplifa, ímynda ég mér.

Mig langar að verða svona skoðanakúgari en veit ekki almennilega hvernig á að fara að því. Eftir upphrópunum þeirra að dæma sem segjast ekki vilja láta skoðanakúga sig virðast þeir vera nokkuð margir. Ég vil komast í samband við einhvern sem er að hætta og getur kennt mér aðferðirnar. Þingmenn koma ekki til greina því þeir hafa víst svo mikið að gera. Þetta þarf ekkert að vera ritstjóri, bankastjóri eða tískulögga. Þetta má alveg vera lágtsettur kúgari sem kúgar ekkert sérlega marga þó hann noti viðurkenndar aðferðir.

IMG 1747Blóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband